Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2013 03:01

Gefur út bók um afa sinn grjóthleðslumanninn

Út er komin hjá Uppheimum bókin „Kallar hann mig, kallar hann þig,“ eftir Sigrúnu Elíasdóttur á Ferjubakka í Borgarfirði. Í bókinn fjallar sagnfræðingurinn Sigrún Elíasdóttir um líf og störf afa síns, alþýðumannsins og torfhleðslumannsins Jóhannesar Arasonar frá Seljalandi í Gufudalssveit. Söguhetja bókarinnar fæddist í torfbæ árið 1913 og lést á reykvískri sjúkrastofnun 96 árum síðar, árið 2009. Æviskeið Jóhannesar spannar því einhverja mestu umbrotatíma Íslandssögunnar. „Sigrún byggir bók sína jöfnum höndum á eigin minningum og sviðsetningum úr æsku afa síns. Úr verður heillandi frásögn sem brúar bilið á milli gamla og nýja tímans. Kallar hann mig, kallar hann þig er dýrmætur aldarfarsspegill nú á tímum aukinnar sjálfsskoðunar okkar Íslendinga. Borgfirðingurinn Sigrún Elíasdóttir fæddist árið 1978. Hún lauk MA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Kallar hann mig, kallar hann þig er hennar fyrsta bók,“ segir í tilkynningu frá Uppheimum.

 

Lesa má viðtal við Sigrúnu í Aðventublaði Skessuhorns sem kom út sl. þriðjudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is