Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2013 01:35

Hæstiréttur dæmdi Sterna í vil í sérleyfismáli fyrir austan

Hæstiréttur komst í dómi sínum í gær að sömu niðurstöðu og Héraðsdómur Austurlands gerði fyrir nokkru um kæru Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi á fólksflutningsfyrirtækinu Sterna Travel. Kröfu stefnanda er hafnað, Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, um að staðfest verði lögbann sem sýslumaðurinn á Höfn lagði 18. júlí 2012 við reglubundnum fólksflutningum stefnda, Sterna Travel ehf. á áætlunarleið Höfn - Egilsstaðir - Höfn. Stefndi, það er Sterna Travel, er sýkn af öðrum kröfum stefnanda í málinu samkvæmt niðurstöðu dóms Hæstaréttar. Stefnandi greiði stefnda 700.000 krónur í málskostnað.

 

 

 

Forsaga málsins er eins og fram kemur í málgögnum að Vegagerðin gerði samning við Samtök sveitarfélaga á Austurlandi 22. desember 2011 um almenningssamgöngur á Austurlandi. Fól sá samningur í sér að áfrýjanda var veitt einkaleyfi til að skipuleggja og sjá um þær. Áfrýjandi þáði samkvæmt samningnum árlegan 45 milljóna króna styrk fyrir rekstur almenningssamgangna innan starfsvæðis síns. Einkaleyfið var veitt samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 73/2001 um fólksflutninga og farmflutninga á landi. Að því veittu er mælt fyrir um það í 2. mgr. greinarinnar að öðrum en einkaleyfishafa sé óheimilt, nema með samþykki hans, að stunda reglubundna fólksflutninga á svæðum og leiðum þar sem einkaleyfi til slíkra fólksflutninga hefur verið veitt. Í sýknudómi Héraðsdóms Austurlands og dómi Hæstaréttar sl. fimmtudag er ekki fallist á að þær ferðir sem Sterna Travel bauð upp á falli undir skilgreiningu um reglubundna fólksflutninga. Nánar má lesa um dóminn á heimasíðu Hæstaréttar.

Í tilkynningu frá Sterna segir að fyrirtækið hafi orðið fyrir verulegu tjóni vegna þessara aðgerða Sambands sveitarfélaganna á Austurlandi. Þegar lögreglan á Egilsstöðum hindraði för bifreiða Bíla og fólks sem var að fara til Hafnar voru um 20 erlendir ferðamenn í rútunni sem var kyrrsett. Umboðsaðilar þessara ferðamanna, ferðaskrifstofur í Þýskalandi og Frakklandi hafi slitið öllum samskiptum við fyrirtækið og ljóst er að Sterna varð fyrir verulegu tjóni. „Áætlum við að það tjón skipti hundruðum milljóna króna. Bæði Sterna Travel ehf. og Bílar og fólk ehf. íhuga nú fjárhæðir bótakröfu vegna þessara aðgerða Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi. Einnig eru þau fyrirtæki sem voru í samskiptum við Sterna að skoða möguleika á bótakröfum en þau urðu einnig fyrir verulegum skakkaföllum vegna þessara aðgerða samtakanna,“ segir í tilkynningu Sterna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is