Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. desember. 2013 01:44

Skagmennirnir kunna listina að toppa á réttum tíma

Aðaltvímenningi Briddsfélags Borgarfjarðar lauk í gærkveldi í Logalandi.  Keppnin var jöfn og spennandi og fyrir síðasta kvöldið áttu fimm pör raunhæfa möguleika á sigri. Það voru Skagamennirnir Magnús og Leó sem höndluðu pressuna best. Þeir höfðu verið í toppbaráttunni allt mótið en án þess þó að leiða það. Lokakvöldið settu þeir í fimmta gír og rúlluðu yfir andstæðinga sína eins og enginn væri morgundagurinn. Skor þeirra var ævintýralega hátt, eða 75,7%. Með þessu glæsiskori tryggðu þeir sér sigur á mótinu með 1065 stigum. Borgnesingarnir Dóra og Rúnar tóku annað sætið með 1063,6 stigum, en þau fengu 61,8% úr lokakvöldinu. Sveinbjörn og Lárus á Hvanneyri tryggðu þriðja sætið með 64,2% skori sem alla jafnan dugir til sigurs fyrir stakt kvöld. Þeir enduðu með 1042 stig.

 

 

 

Næsta mánudag verður spilaður léttur tvímenningur hjá félaginu og Jólasveinatvímenningur félagsins verður svo föstudagskvöldið 13. desember. Þar verður að vanda dregið saman í pör. Síðasta spilamennska ársins hjá félaginu verður svo mánudagskvöldið 16. desember.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is