Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. desember. 2013 01:01

Jólamarkaður í Nesi í Reykholtsdal á morgun

Framfarafélag Borgfirðinga heldur jólamarkað á morgun, laugardaginn 7. desember, í gömlu hlöðunni í Nesi í Reykholtsdal. Fjölbreytnin verður mikil. „Snorrastofa verður með bækur og hljómdiska, það verður ýmiss konar handverk frá okkar hagasta fólki. Þarna verður Árni í Árdal með eitthvað góðgæti, Guðrún í Hespu, Mýranaut, geitabændur, Erpsstaðabændur og kvenfélagið með heilmikið úrval. Einnig verður Nanna í Sólbyrgi í félagsskapnum en hún stendur að Ljómalind,“ segja þær Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir og Bryndís Geirsdóttir sem báðar sitja í stjórn Framfarafélags Borgarfjarðar. Listinn er þó ekki tæmandi.

 

 

Mikil stemning hefur myndast fyrir sveitamörkuðum undanfarin ár. „Beint frá býli“ er öflugt í landshlutanum. Eftirspurnin eftir fersku hráefni, beint úr heimabyggð er að aukast jafnt og þétt. Vesturland státar af mikilli fjölbreytni í þessum efnum. „Fólk er orðið meðvitað um hvað það vill borða og eyða fjármunum sínum í. Það kýs frekar að kaupa vörur sem eru ekki unnar af börnum í nauðungarvinnu eða matvöru sem búið er að drekkja í aukaefnum. Við erum svo heppin hér á landi að þurfa ekki að nota slík efni í þessum mæli. Neytendur vilja kaupa heilbrigða vöru og hafa gaman af því að geta keypt beint af framleiðendum,“ halda þær áfram. „Ég er svo hrifin af öllu þessu góða hráefni sem íslenskar sveitir bjóða uppá. Það er frábært að fólk er farið að nýta það í auknum mæli. Að geta keypt góðar vörur úr góðu hráefni úr nærumhverfinu eykur lífsgæðin fyrir þá sem hafa ekki tök á að gera allt sjálfir,“ bætir Bryndís við.

 

Markaðurinn mikilvægur fyrir framleiðendur

„Jólamarkaðurinn er mikilvægur til að vekja athygli á frumframleiðendum á Vesturlandi. Hér verða fulltrúar alls staðar að úr nærumhverfinu og alveg vestur á firði. Segja má því að kjördæmið sé allt undir,“ segja Íris Ármannsdóttir og Edda Arinbjarnar stjórnarkonur í Framfarafélaginu. „Það var gaman hvað menn tóku vel í að koma og taka þátt. Þessi góða afspurn hefur sýnt sig vel í hvað menn eru tilbúnir að hjálpa til við auglýsingu og styðja þannig framtakið. Við erum einkar þakklátar viðmóti þeirra góðu fyrirtækja sem studdu við verkefnið og einnig Bjarna, Rúnu og Einari í Nesi fyrir að leggja til þessa góðu aðstöðu. Með heimsókn á markaðinn gefst fólki tækifæri til að stuðla að frekari nýsköpun og framkvæmdagleði í sveitunum. Enda er ekki amalegt að kaupa þessar flottu vörur, í svona fallegu umhverfi og góðum félagsskap.“

 

„Við hjá Framfarafélaginu höfum hlotið töluverða reynslu af því að halda markaði. Þeir verða skemmtilegri og betri með hverju ári. Við leggjum upp úr því að fólk geti notið þess að koma saman og skoða það sem verður á boðstólum. Nú verða líka skemmtilegar uppákomur sem eiga að koma á óvart. En það er algjört leyndarmál.“ Með þessum orðum kveðjum við þessar kraftmiklu konur í Borgarfirði og leyfum þeim að halda áfram að undirbúa jólamarkaðinn í Nesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is