Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. desember. 2013 02:22

Minnt er á jólasamkeppni Skessuhorns meðal grunnskólanema

Skessuhorn gengst nú níunda árið í röð fyrir samkeppni meðal grunnskólabarna á Vesturlandi í gerð jólamynda og jólasagna. Líkt og á síðasta ári verður keppnin í þremur flokkum. Í fyrsta lagi býðst öllum börnum á aldrinum 6-9 ára (1.-4. bekkur) að senda inn teiknaðar og litaðar myndir (A4) þar sem þemað á að vera jólin. Í öðru lagi býðst krökkum á aldrinum 10-12 ára (5.-7. bekkur) að senda inn myndir og er þemað það sama. Teikningakeppninni er því tvískipt eftir aldri.

Loks býðst elstu grunnskólakrökkunum, á aldrinum 13-16 ára (8.-10. bekkur), að senda inn jólasögur. Lengd jólasagnanna má að hámarki vera hálf til ein A4 síða með 12 punkta letri.

Valin verður besta myndin í hvorum flokki teikninga og besta jólasagan að mati dómnefndar. Verða verðalaunamyndir og verðlaunasagan birt í Jólablaði Skessuhorns sem kemur út miðvikudaginn 18. desember nk. Veitt verða ein verðlaun í hverjum flokki og eru þau ekki af verri endanum; glæsilegt símtæki frá Omnis á Vesturlandi.

 

Skilafrestur á sögum og myndum í samkeppnina er til og með föstudagsins 6. desember (nóg er að póstleggja myndir þann dag). Myndir skulu sendar í pósti á heimilisfangið: Skessuhorn ehf., Kirkjubraut 56, 300 Akranes. Munið að merkja vel myndirnar á bakhlið þeirra (nafn, aldur, símanúmer, heimili og skóli).

 

Jólasögurnar skulu sendar á rafrænu formi í tölvupósti á netfangið: skessuhorn@skessuhorn.is í síðasta lagi 6. desember nk. Þar þarf einnig að koma fram nafn höfundar, aldur, símanúmer, heimili og skóli, og skulu þær upplýsingar vera í sama skjali neðan við söguna.

 

Skessuhorn hvetur alla krakka á grunnskólaaldri á Vesturlandi til að taka þátt í þessum skemmtilega leik, senda okkur myndir og sögur.

 

Gangi ykkur vel!

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is