Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. desember. 2013 12:01

Bjarni Valtýr með útgáfuhóf í kvöld í Félagsbæ

Bjarni Valtýr Guðjónsson í Borgarnesi sendi á dögunum frá sér sína fjórðu ljóðabók. Fyrsta ljóðabók hans, „Ég leita þín vor“ kom út 2009. Nýja bókin heitir „Hvert sem ég lít.“ Það er Sigurjón Þorbergsson sem er útgefandi bókarinnar.  Bjarni Valtýr er mikill unnandi íslenskrar náttúru og fornsagna. Það er sem fyrr aðal viðfangsefni hans í ljóðagerðinni. Andi rómantísku stefnunnar frá Jónasi og félögum svífur því yfir skrifborði Bjarna Valtýs eða hvar sem ljóð hans verða til. Í ljóðinu „Ágústkvöldi“ segir til dæmis í öðru af fimm erindum:

 

 

 

Hverfur af tindunum síðla sól,

sígur að húmskugginn blíði.

Fuglarnir velja sér friðsæl ból,

finna sitt örugga hvíldarskjól.

Sofnar þá söngurinn fríði.

 

Útgáfukynning á ljóðabókum Bjarna Valtýs verður í Félagsbæ, safnaðarheimilinu í Borgarnesi, í kvöld fimmtudaginn 5. desember klukkan 19. Auk höfundar er gert ráð fyrir að upplesarar verði: Snjólaug Guðmundsdóttir, Sigrún D Elíasdóttir, Guðbrandur Brynjúlfsson og Guðbrandur Guðbrandsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is