Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. desember. 2013 09:01

Ljósleiðaraverkefni á sunnanverðu Snæfellsnesi að verða tilbúið í útboð

Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum nýverið að heimila útboð á ljósleiðaraverkefni á sunnanverðu Snæfellsnesi. Verkefnið hefur verið kallað Sveitavegurinn og er samstarfsverkefni þriggja sveitarfélaga, þ.e. Snæfellsbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Borgarbyggðar. Þessi sveitarfélög hafa hagsmuni af lagningu ljósleiðarans en svæðið sem um ræðir er frá Hítará að Hellisandi. Atvinnuráðgjöf Vesturlands hafa undirbúið verkefnið og það var á grundvelli greinagerðar Ólafs Sveinssonar hjá SSV um verkefnið og úrbætur á nettengingum á sunnanverðu Snæfellsnesi, sem bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkti fyrir sitt leyti að heimila útboð. Sýnt þykir að hin tvö sveitarfélögin sem tengjast verkefninu muni gera það einnig með fyrirvörum um kostnaðarþátttöku þegar til samninga kemur á grundvelli tilboða.

 

 

 

Ljósleiðaravæðingin sem Sveitavegurinn nær til er Staðarsveit í Snæfellsbæ, Eyja- og Miklaholtshreppur, sem og Kolbeinsstaðahreppur í Borgarbyggð. Verkefnið er unnið í samræmi við sóknaráætlun 2011, áætlun sem ríkisstjórnin síðasta setti á laggirnar. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir að fólki lítist vel á verkefnið og þær úrbætur sem það myndi kalla fram í nettenginu og margmiðlunarmálum fyrir svæðið. Hann telur það flokkast undir frumkvöðlastarf sem önnur sveitarfélög og landssvæði myndu svo byggja á. Bæjarráð Snæfellsbæjar tilgreinir í samþykkt sinni að skilyrði fyrir heimild til útboðs sé að sveitarfélögum verði kynntar niðurstöður útboðs og hvort eða hversu mikið fjármagn þurfi frá hverju sveitarfélagi til þeirra framkvæmda sem boðnar verða út. Gerð verði ítarleg kostnaðaráætlun og fjármögnunaráætlun fyrir verkefnið áður en sveitarfélagið heimilar að gengið verði til samninga við tilboðsgjafa.

Ef af þessu verkefni verður mun sunnanvert Snæfellsnes verða annað svæðið á Vesturlandi sem færi í gegnum svipaða byltingu í tæknimálum á skömmum tíma. Eins og komið hefur fram í fréttum Skessuhorns stendur Hvalfjarðarsveit nú í stórræðum við lagningu ljósleiðara heim að öllum bæjum í sveitarfélaginu. Áætlað er að því verki verði lokið um mitt næsta ár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is