Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. desember. 2013 10:01

Rótarýmenn efna til atvinnusýningar á nýjan leik

Rótarýklúbbur Borgarness hyggst í annað sinn efna til atvinnusýningar í Borgarnesi. Rótarýmenn héldu atvinnusýningu í febrúar 2012 í Hjálmakletti sem tókst vonum framar. Þar kynntu 49 fyrirtæki í Borgarbyggð og nágrenni starfsemi sína en alls sóttu um þúsund gestir sýninguna. Í tengslum við hana stóðu Rótarýmenn einnig fyrir fjölmennri málstofu þar sem þemað var fyrirtækjarekstur á landsbyggðinni. Gert er ráð fyrir að halda álíka málstofu á sýningunni sem fer fram laugardaginn 22. febrúar á næsta ári.

 

 

 

 

Sýningin verði að hefð

Að sögn Kristjáns Rafns Sigurðssonar forseta Rótarýklúbbs Borgarness er markmið atvinnusýningarinnar fjölþætt. Fyrst og fremst er ætlun Rótarýmanna að efla samstöðu rekstraraðila í héraðinu, gefa þeim færi á að kynna starfsemi sína á heimavettvangi og skapa jákvætt viðhorf. Hann segir að móttökur síðustu sýningar hafi farið fram úr björtustu vonum Rótarýmanna og þátttakenda og hafi verið mikil ánægja með framtakið. „Rótarý eru samtök sem vilja fyrst og fremst láta gott af sér leiða og eru áhugasöm um að efla nærsamfélagið,“ segir Kristján sem telur sýninguna nauðsynlegt til að efla samstöðu heimamanna og fyrirtækja. „Markmið okkar er síðan að sýningin verði sjálfbær og verði að hefð í héraðinu.“

 

Kristján Rafn vildi að lokum koma á framfæri að áhugasamir þátttakendur eru beðnir um að hafa samband við Daníel Inga Haraldsson í síma 897-1090, netfang dih@simnet.is fyrir 20. desember nk. til að tilkynna þátttöku. Framhald málsins ræðst síðan af viðbrögðum þátttakenda.  Boðað verður til fundar og nánari kynningar í byrjun janúar 2014.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is