Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. desember. 2013 01:30

HVE reynir að halda í horfi þrátt fyrir niðurskurð

Heilbrigðisstofnun Vesturlands, HVE, hefur þurft að sæta um fjórðungs niðurskurði í fjárveitingum á undanförnum árum. Nú er unnið að hagræðingaraðgerðum til að mæta enn einum niðurskurðarkröfum sem birtast í fjárlagafrumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi. „Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er okkur gert að skera niður um 1,5% á næsta ári og sá niðurskurður á allur að vera á sjúkrasviði stofnunarinnar. Miðað við rekstrarumfang þeirra fjögurra stofnana sem tilheyra sjúkrasviðinu, er nú ljóst að þetta er krafa um 31 milljónar króna niðurskurð á Akranesi. Skera þarf niður um 6 milljónir í Stykkishólmi, 5,5 milljónir á Hvammstanga og 2,2 milljónir á Hólmavík,“ segir Ásgeir Ásgeirsson framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar við HVE.

 

 

 

Stjórnendur HVE stefna ótrauðir að hagræðingu þannig að ekki þurfi að koma til lokunar neinna deilda frá sem nú er. „Við viljum ekki grípa til slíkra úrræða. Þó er ljóst að nú er komið út á ystu nöf. Það er búið að skera niður alveg inn að beini og nú er ekki lengur neitt borð fyrir báru. Við höfum áður þurft að fara í gegnum sársaukafullar aðgerðir þar sem til að mynda hefur verið fækkað um 66 starfsmenn í um 40 stöðugildum frá árinu 2009. Ef áfram verður haldið á sömu braut niðurskurðar verður ekki komist hjá því að skerða grunnþjónustu og jafnvel loka deildum,“ segir Ásgeir Ásgeirsson.

 

Gott starfsfólk bjargar miklu

Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir gegnir stöðu framkvæmdastjóra hjúkrunar við HVE. Hún vinnur þannig náið með starfsfólki í hinum daglegu störfum við hjúkrun og umönnun fólks sem þarf að leita til stofnunarinnar. Jóhanna segir að langvarandi niðurskurðartímabil hafi reynt á starfsfólkið. „Það er ekki hægt að neita því. Fólk getur tekið á sig vissa hluti í ákveðinn tíma en það kemur að því að það verður ákveðin uppgjöf. Það er kannski búið að starfa við mjög þröngan kost í einhver ár en það er hætt við því að það komi að þeim punkti að það segist ekki geta meir. Starfsfólk verður að geta séð að hlutirnir taki enda, að það rofi aftur til. Í fyrra var talað um að botninum væri náð. Við trúðum þessu. Þegar heilbrigðisþjónustan í landinu fær síðan nýjar aðalhaldskröfur núna, þá er það niðurbrjótandi. Fólk var farið að horfa til þess að nú væri starfsemin komin í ákveðinn ramma. Það væri hægt að horfa til framtíðar og eiga smá svigrúm til að gera betur á sumum stöðum. Við höfðum áætlanir um slíkt og stefnum á fleiri aðgerðir þar sem biðlistar eru eins og í liðskiptaaðgerðum. Við höfum verið að bæta okkur þar í haust. Auðvitað er þetta erfitt. Við búum þó svo vel að vera með frábært starfsfólk með mikla reynslu. Hér er svo góður kjarni á Akranesi, starfsandinn er góður.“

 

Fólk hefur leitað fyrir sér erlendis

Síðustu misseri hefur borið á umræðu um að starfsfólk í heilbrigðisstéttum hér á landi væri farið að leita starfa erlendis. Mikið vinnuálag, léleg laun, endalaus niðurskurður og eftirspurn eftir heilbrigðisstarfsmönnum í nágrannalöndunum og þá einkum í Noregi, væri þess valdandi að rót væri komið á heilbrigðisstarfsmenn hér á landi.

„Ég veit til þess að fólk hefur verið að leita fyrir sér. Við höfum dæmi, bæði í ár og í fyrra, um að starfsmenn hafi farið í sínum sumarleyfum til starfa erlendis. Það hefur þó ekki verið þannig að fólk hér á Akranesi hafi sagt upp störfum til að hefja ný störf í útlöndum. Þetta hefur þó gerst á öðrum stöðum á Vesturlandi en það er mjög lítið um það. Það er miklu minna um þetta hjá okkur en maður heyrir af á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jóhanna.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is