Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. desember. 2013 07:01

Framleiðir blómaáburð úr þangi

Einstaklingar á Reykhólum hafa reynt að skapa sér atvinnu og tekjur úr klóþangi sem Þörungaverksmiðjan vinnur stærstan hluta sinnar framleiðslu úr. Guðjón D Gunnarsson er einn þeirra en hann vinnur úr þanginu blómaáburðinn Glæði. Guðjón setti framleiðsluna á markað um aldamótin síðustu og segir að salan hafi vaxið talsvert síðustu tvö til þrjú árin. Fyrstu árin hafi hann verið að selja um tonn á ári. Í ár verður salan um sex tonn. Glæðir er að langstærstum hluta að fara til heimila sem nota áburðinn á stofublóm. Guðjón vill meina að blómaáburðurinn henti sérstaklega vel til notkunar í vökvunarkerfi í gróðurhúsum og á golfvöllum. Erfiðlega hafi gengið að markaðssetja vöruna fyrir stórnotendur. Guðjón segir að Glæðir sé ríkur af snefilefnum, svo sem steinefnum. Hann sé góður í að styrkja plöntur og henti vel á snöggan gróður svo sem á golfvöllum og í gróðurhúsum. Stóru áburðarefnin, köfnunarefni, fosfór og kalí þurfi þar sem sprettan eigi að vera mikil.

 

Sjá nánar spjall við Guðjón í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is