Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. desember. 2013 03:42

Orkuveitan íhugar að byggja stærri miðlunartank á Akranesi

Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur eru að meta hvort rétt sé að breyta áætlunum um endurbætur á hitaveitu fyrirtækisins á Akranesi. Sérstaklega er til skoðunar hvort hægt verði að koma upp öðrum og stærri miðlunargeymi fyrir heitt vatn í bænum næsta sumar. Afhendingaröryggi á heitu vatni á Akranesi hefur liðið fyrir það að Deildartunguæðin, sem er lengsta hitaveituæð landsins, er komin til ára sinna og flutningsgeta hennar við þolmörk. Á síðustu árum hafa liðlega 20 kílómetrar verið endurnýjaðir, aðallega í Andakíl í Borgarfirði, þar sem bilanir voru tíðastar. Þá var bætt við dælustöð við Fossatún til að auka rennsli um æðina. Það dugar þó ekki nema upp að vissu marki vegna þess hversu lítinn þrýsting gamla lögnin þolir.

 

 

 

Eftir stendur að endurnýja þarf liðlega 45 kílómetra af aðveituæðina, þar af um 40 km. af aðalæðinni sjálfri. Unnið hefur verið skipulega að endurnýjun frá árinu 2005 en heldur hefur dregið úr hraðanum síðustu ár vegna erfiðrar fjárhagsstöðu Orkuveitunnar. Nú er aðeins farið að rofa til í þeim efnum og er til skoðunar að koma upp á Akranesi nýjum og stærri miðlunargeymi fyrir heitt vatn, til viðbótar þeim sem er þar nú. Með aukinni miðlunargetu hafa fyrirsjáanlegar bilanir á æðinni minni áhrif á afhendingaröryggi  á Akranesi, sem er við enda Deildartunguæðarinnar löngu. Geymirinn, sem til skoðunar er að byggja á næsta ári, tekur 5-6 þúsund tonn af vatni. Til samanburðar þá rúmar hver heitavatnsgeymanna á Öskjuhlíð 4.000 tonn og sá sem fyrir er á Akranesi 2.000 tonn.

 

Tvær bilanir sama daginn

Á miðvikudaginn í þessari viku urðu tvær bilanir á Deildartunguæðinni, báðar við Skorholt í Melasveit. Sú síðari varð þegar verið var að hleypa vatni á að nýju eftir viðgerð á þeirri fyrri. Þá stóð orðið mjög lágt í geyminum á Akranesi og fljótlega varð vatnslaust í bænum og kólna tók í húsum. Viðgerð gekk vel en vegna þess hversu langan kafla úr æðinni þurfti að tæma við viðgerð á henni, tók nokkrar klukkustundir að fylla hana á ný og koma vatni til íbúa. Á fimmtudagsmorgun voru allir komnir með heitt vatn en vegna þess hversu kalt var í veðri og notkunin eftir því mikil, gekk hægar en ella að ná upp fullum þrýstingi. Þess vegna þurfti starfsfólk Orkuveitunnar að biðja íbúa að fara eins sparlega með heita vatnið og mögulegt var.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is