Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. desember. 2013 06:01

Héraðsskólabókin komin út

Snorrastofa gefur nú út bókina Héraðsskólar Borgfirðinga, sem fjallar um skólana á Hvítárbakka og í Reykholti. Höfundur er Lýður Björnsson sagnfræðingur, sem stundaði nám í Reykholti um miðja síðustu öld. Fyrir nokkrum árum hittust fáeinir Reykhyltingar til að huga að 80 ára afmæli Reykholtsskóla og velta fyrir sér hvort ekki væri hægt að reisa skólanum bautastein með fallegri bók þar sem saga skólans væri rakin í máli og myndum. Fljótlega var ákveðið að ganga til samstarfs við Lýð Björnsson, sem þá var langt kominn með að skrifa sögu skólanna beggja. Verkið reyndist mun tímafrekara í vinnslu en menn gerðu ráð fyrir og er það því mikið fagnaðarefni að geta tilkynnt útgáfu þess fimmtudaginn 12. desember. Í Prjóna-bóka-kaffi Snorrastofu það sama kvöld kl. 20-22 verður bókin kynnt og boðin til sölu. Ákveðið hefur verið að fram til áramóta gildi tilboðsverð á bókinni, kr. 5.690.-

 

 

Í bókinni, Héraðsskólar Borgfirðinga, er rakin saga þeirra tveggja héraðsskóla  sem Borgfirðingar hafa átt, Hvítárbakkaskóla og Reykholtsskóla. Hvítárbakkaskóla stofnaði Dalamaðurinn Sigurður Þórólfsson árið 1905 eftir dvöl sína í Danmörku þar sem hann kynntist hugmyndum Grundtvigs um alþýðufræðslu og lýðháskóla. Árið 1931 fluttist skólahaldið að Reykholti með stofnun héraðsskóla þar. Arftaki Hvítárbakkaskólans fylgdi skólaþróun í landinu þar til að skólahaldi lauk í Reykholti árið 1997. Tvö síðustu árin var skólinn deild í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Lauk þar merkum áfanga í skólasögu héraðsins og landsins alls. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda auk minningabrota nemenda frá Reykholtsskólaárunum.

 

 

Höfundur bókarinnar, Lýður Björnsson er fæddur að Bakkaseli við Hrútafjörð 6. júlí 1933 og fluttist að Fremri-Gufudal í Austur-Barðastrandasýslu  árið 1937 þar sem hann átti heima fram að fardögum árið 1953. Hann lauk BA prófi í mannkynssögu, landafræði og uppeldis- og sálarfræði frá Háskóla Íslands 1957 og Cand mag í sögu Íslands frá sama skóla 1965. Lýður starfaði síðan við kennslu við skóla gagnfræðastigsins í Reykjavík 1957-1965, Verslunarskóla Íslands 1965-1967 og var lektor við Kennaraháskóla Íslands frá 1976-1985. Hann hefur samið fjölda rita, flest sagnfræðilegs eðlis og skrifað greinar og ritgerðir að auki. Þá hefur Lýður gegnt trúnaðarstörfum fyrir Félag framhaldsskólakennara, Félag háskólamenntaðra kennara og Sagnfræðingafélag Íslands.

(Fréttatilkynning)

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is