Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. desember. 2013 09:21

Trillukarlar þrýsta á um aukinn ýsukvóta

Trillukarlar á krókaaflamarksbátum halda áfram að draga ýsur eins og enginn sé morgundagurinn. Aflabrögðin eru ekki í neinu samræmi við veiðiheimildir bátanna. Þrátt fyrir að flestir þeirra fari nánast aldrei í ýsuróður hafa þeir samt veitt 78% af því sem þeir fengu úthlutað fyrir allt fiskveiðiárið sem hófst 1. september síðastliðinn.  Ýsuafli þeirra er nú kominn í 4.276 tonn sem er 46% af því sem öll önnur skip hafa veitt.
 

Margar krókaaflamarksútgerðir hafa neyðst til að leigja ýsukvóta af útgerðum stærri skipa svo þeim megi auðnast að nýta veiðiheimildir sínar í þorski. Nú þegar aðeins rúmur fjórðungur er liðinn af fiskveiðiárinu hafa veitt þúsund tonn þannig verið leigð af krókatrillunum. Andvirði þessa heimilda eru 300 milljónir króna.


Útgerðir krókaaflamarksbáta þrýsta nú mjög á ráðherra að nú þegar verði aukið við ýsukvótann.

 

Sjá einnig á vef Landssambands smábátaeigenda.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is