Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. desember. 2013 09:53

Akraneskaupstaður hækkar einungis sorphirðugjöldin

Hjá Akraneskaupstað verða engar gjaldskrárhækkanir árið 2014 nema hækkun á sorphirðugjöldum. Þannig verður gjald í leikskólum, fæðisgjald í skólum, frístundaheimilum, gjaldskrá tónlistarskóla, bókasafns, heimaþjónustu, íþróttamannvirkja og fleira óbreytt á milli ára. Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra þýðir þetta rúmlega átta milljóna króna tekjuskerðingu sveitarfélagsins, miðað við áætlaða hækkun samkvæmt neysluverðsvísitölu sem er 3%. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Akraness í gær. Ennfremur var þriggja ára áætlun vegna áranna 2015 til 2017 samþykkt. Miðað við fjárhagsáætlunina fyrir næsta ár mun þjónustustig Akraneskaupstaðar haldast óbreytt. Til niðurgreiðslu lána verður varið 297,2 milljónum á næsta ári. Gert er ráð fyrir 290 milljónum króna til framkvæmda. Áætlunin gerir ráð fyrir rekstrarafgangi hjá A og B hluta samstæðunnar upp á 46,5 milljónir og að handbært fé í árslok 2014 verði 291,5 milljónir króna. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir stöðu Akraneskaupstaðar góða, skuldahlutfall er 89,11% og veltufé frá rekstri 11,31%.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is