Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. desember. 2013 01:31

Vilja hefja tilraunaboranir eftir heitu vatni í nágrenni Akraness

Á fundi sínum í gær, þriðjudag, lýsti bæjarstjórn Akraness yfir ánægju með þá ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að byggja nýjan heitavatnsgeymi fyrir Akranessvæðið sem mun taka 6000 rúmmetra af vatni en núverandi tankur tekur 2000 rúmmetra. „Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar leggur þó áherslu á að þegar verði hafist handa við að leita að framtíðarlausn varðandi hitaveitumál á Akranesi. Í því felst bæði að hefja tilraunaboranir eftir heitu vatni í nágrenni Akraness og að flýta endurbótum við Deildartunguæðina eins og kostur er,“ segir m.a. í bókun frá bæjarstjórnarfundinum. Áðurgreind áform birtast í endurskoðari fjárfestingaráætlun OR og voru tilkynnt bréflega til Akraneskaupstaðar sl. mánudag. Þar er óskað eftir samstarfi um staðarval, breytingar á skipulagi og í leyfismálum. Akraneskaupstaður hefur boðað íbúafund um hitaveitumálin, annað kvöld fimmtudaginn 12. desember kl. 20 í Tónbergi.,,Við vonum að fólk sjái sér fært að mæta á fundinn, þó margir séu án efa önnum kafnir við jólaundirbúning þessa dagana“ segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri. Í samtali við Skessuhorn sagði hún brýnt að fá nánari kynningu hjá stjórnendum Orkuveitunnar á þeim aðgerðum sem fyrirtækið hyggst grípa til vegna tíðra bilana. Ennfremur um framtíðarsýn fyrirtækisins hvað varðar vatnsöflun fyrir Akranes.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is