Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. desember. 2013 08:01

Engin eftirlitslaus kertaljós

Brunamálayfirvöld og slökkviliðsmenn ásamt tryggingafélögum á Íslandi standa fyrir árlegu eldvarnarátaki á aðventunni. Slökkviálfarnir Logi og Glóð halda áfram að heimsækja leikskóla landsins í fylgd vaskra slökkviliðsmanna sem í sameiningu standa fyrir fyrstu fræðslu um eldvarnir. Þá heldur Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna áfram að skipuleggja heimsóknir slökkviliðsmanna til nemenda í 3. bekk í grunnskólum landsins. Þar fara slökkviliðsmenn yfir þær hættur sem leynast við meðferð elds og rafmagns með börnunum og segja frá þeim nauðsynlegu úrræðum sem í boði eru til að lágmarka þær hættur. Hluti átaksins er eldvarnargetraunin þar sem nemendur svara spurningum tengdum eldvörnum til að komast í verðlaunapott sem dregið er úr eftir áramót.

Auk landsátaksins munu slökkviliðsmenn Slökkviliðs Borgarbyggðar heimsækja nemendur í 7. bekk í grunnskólum Borgarbyggðar ásamt lögreglumönnum hjá Lögreglunni í Borgarfirði og Dölum og ræða við þau um hættuna sem stafar af flugeldum. Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri SB segir ungmenni á þessum aldri í stærsta áhættuhópnum þegar kemur að slysum í notkun flugelda og því sé brýnt að ræða málin við þennan hóp.

 

Reykskynjarinn er besta líftryggingin

Bjarni segir eldvarnarvísuna aldrei of oft kveðna, sérstaklega í aðdraganda jóla þegar notkun kerta- og jólaljósa færist í vöxt. Hann brýnir fyrir fólki að hafa logandi kerti aldrei eftirlitslaus sama hvað tautar og raular og bætir því við að kerti eigi ekki heima út í glugga. „Því miður hefur það oft komið fyrir að eldur frá logandi kerti berist í gardínur þannig að það er stórhætta á ferðum þegar kerti eru höfð í gluggum. Síðan hvet ég fólk til að passa að ofhlaða ekki fjöltengi,“ segir Bjarni sem minnir á að reykskynjari sé ódýrasta líftryggingin á markaðinum. „Ganga verður úr skugga um að rafhlaðan sé virk í reykskynjaranum og yfirfara slökkvitæki líkt og á öðrum tímum ársins og þá er bráðnauðsynlegt að verða sér út um eldvarnarteppi til að hafa við höndina í eldhúsinu. Maður veit aldrei hvenær óhöppin gerast, því skiptir máli að hafa eldvarnartækin í lagi.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is