Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. desember. 2013 09:01

Ísgangagerð í Langjökli að hefjast

Framkvæmdir við gerð ísganga fyrir ferðamenn í vestanverðum Langjökli, norðan við Geitlandsjökul, munu hefjast eftir áramótin. Skessuhorn hefur áður sagt frá undirbúningi málsins en um er að ræða verkefni sem EFLA verkfræðistofa hefur unnið að síðustu þrjú ár. Að sögn Reynis Sævarsonar verkfræðings og fagstjóra hjá EFLU, sem hefur haft umsjón með verkefninu, er það komið á framkvæmdarstig og er nú verið að finna fólk til að vinna að greftri uppi á jökli. „Við stefnum á að byrja fljótlega að grafa og erum þessa dagana að safna saman öllum nauðsynlegum búnaði og ráða fólk í vinnu. Við viljum fá fólk með reynslu af jöklaferðum í verkið og þess vegna héldum við sem dæmi kynningarfund 4. desember síðastliðinn með félögum í Björgunarsveitinni Oki í Borgarfirði. Þar var verkefnið kynnt og fólki með mögulegan áhuga á að vinna með okkur boðið að sækja um,“ segir Reynir sem reiknar með því að 10-15 verði ráðnir til að vinna til skiptis að greftri ganganna.

 

 

Sjá nánar frétt í Skessuhorni vikunnar.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is