Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. desember. 2013 09:30

Grásleppusjómenn vonast til að hafa náð uppspyrnu í botni markaðar

Afar mikið verðfall hefur orðið á gráspleppuhrogum. Þau byrjuðu að lækka í verði í lok vertíðar 2012 og menn upplifðu eftir það nánast verðhrun á mörkuðum með tilheyrandi sölutregðu. Þetta sést glöggt í útflutningstölum Hagstofunnar. Fyrstu 10 mánuði þessar árs, 2013, er verð á söltuðum grásleppuhrognum 42% lægra en það var á sama tímabili í fyrra. 

 

Útflutningsverðmæti hrognanna á tímabilinu janúar - október er 554 milljónir á móti 1,1 milljarði á sama tímabili í fyrra. Það bætir ekki úr skák að magnið hefur dregist saman um eitt þúsund tunnur en það eitt og sér skýrir þó engan veginn þetta mikla fall í verðmætum. Megin ástæðan er verðfallið.

 

Ýmsar skýringar eru á þessu mikla verðfalli. Snöggar og miklar verðhækkanir urðu á tímabilinu 2009 til 2010 sem leiddi meðal annars til stóraukinnar veiði. Afleiðingarnar urðu offramboð á hrognum. Markaðurinn tók við fram yfir mitt ár 2012, en þá fóru kaupendur að kippa að sér höndum. Það dró verulega úr sölu, verð lækkuðu og birgðir söfnuðust upp. 

 

Verðlækkun til sjómanna hefur einnig komið fram í lægra verði á fullunnum grásleppuhrognum til neytenda.  Nú virðist hins vegar dæmið vera að snúast við í grásleppukavíarnum. Landssamband smábátasjómanna telur að lægra verð til neytenda sé nú farið að skila sér í aukinni sölu.  "Vonir standa því til að botninum sé náð og farið að grylla í betri horfur á markaði fyrir grásleppuhrogn.  Þannig að það gangi eftir veltur þó allt á að veiði á næstu vertíð verði á hóflegum nótum, að hún verði ekki umfram eftirspurn," segir á vef samtakanna.

 

Grásleppuvertíðin var í slakara lagi hjá grásleppusjómönnum á sunnan- og vestanverðu landinu í vor, bæði hvað varðar verð og aflabrögð.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is