Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. desember. 2013 09:46

Eru að gefast upp á síldarleit á Breiðafirði og færa sig austur

Síldarleit stóru skipanna á Breiðafirði virðist engan árangur hafa borið undanfarnar vikur. Á vef HB Granda segir að Faxi RE sé nú á leið til Reykjavíkur eftir að hafa leitað að síld í Breiðafirði alla þessa viku. Að sögn Alberts Sveinssonar skipstjóra skilaði leitin engum árangri og nótinni var aldrei kastað í túrnum. ,,Við höfðu fréttir af því að skipverjar á Álsey VE hefði orðið varir við álitlegar lóðningar á dögunum og þar sem við vorum í höfn á Akranesi var ákveðið að kanna málið. Við fórum um sundin við Stykkishólm, í utanverðan Kolgrafafjörðinn og Grundarfjörð þar sem við ákváðum að láta gott heita. Auk okkar var Bjarni Ólafsson AK á svæðinu og Hákon EA kom þangað í einn dag,“ segir Albert.

 

 

 

Mörg af stærri uppsjávarveiðiskipunum eru nú við síldarleit í Breiðamerkurdjúpi þar sem þokkaleg síldveiði hefur verið síðustu daga. Þar er síldin þó mun smærri en sú sem veiddist í Breiðafirði um tíma í haust. Að sögn Alberts skipstjóra á Faxa er Lundey NS nú á leiðinni til Vopnafjarðar með ágætan afla úr Breiðamerkurdjúpi. Spáin fyrir suðurströnd landsins er ekki góð næstu dagana, sunnan- og suðaustan hvassviðri, og sagði Albert að ekki yrði farið austur fyrr en útlit væri fyrir að viðraði til veiða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is