Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. desember. 2013 11:26

Pálmi Þór ráðinn aftur

Stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms hefur dregið uppsögn Pálma Þórs Sævarssonar til baka og verður hann því áfram þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Þetta tilkynnti stjórnin á heimasíðu Skallagríms í gærkveldi. Um leið var tilkynnt að Páll Axel Vilbergsson kæmi inn í þjálfarateymi liðsins sem aðstoðarþjálfari og að Finnur Jónsson sem hingað til hefur verið aðstoðarþjálfari verði liðsstjóri. „Málin hafa verið rædd hreint út og er það mat stjórnar að með þessari niðurstöðu sé búið að hreinsa loftið og Skallagrímsliðið sé tilbúið í slaginn framundan og stefnan sett á að komast í úrslitakeppni átta bestu liða landsins í vor,“ segir í fréttatilkynningu stjórnar á heimasíðu Skallagríms.

 

 

Í samtali við Skessuhorn í morgun sagði Björn Bjarki Þorsteinsson formaður Kkd. Skallagríms að eftir að ákveðið hafi verið að Pálmi hætti á þriðjudagsmorgun hafi málin verið rædd enn frekar því auðvitað vilja menn reyna að finna niðurstöðu sem nýtist liðinu og gengi þess sem best. „Eftir hreinskiptar og góðar umræður í stjórninni og fund með þjálfarateyminu nýja varð lendingin sú að halda í Pálma og telur stjórnin að sú ákvörðun sé sú besta fyrir liðið,“ segir Bjarki sem segir stjórnina hafa mikinn metnað fyrir hönd liðsins.

 

„Okkar mat var að staða liðsins væri ekki ásættanleg fyrir okkar frábæru stuðningsmenn en vonandi verður þessi atburðarás vendipunktur og við hefjum sigurgöngu á föstudagskvöldið þegar við mætum Haukum í Hafnarfirði. Vonandi hafa sem flestir stuðningsmenn Skallagríms tök á að mæta í Hafnarfjörðinn á föstudagskvöld til að styðja við bakið á drengjunum okkar.

Lánið hefur vitaskuld ekki leikið við okkur í vetur og meiðsli verið að hrjá lykilmenn svo dæmi sé tekið. Við höfum hins vegar fulla trú á liðinu og er gengi þess í okkar huga númer, eitt, tvö og þrjú. Vonumst við til að núverandi niðurstaða verði því til góða og að við endurtökum leikinn frá síðasta keppnistímabili og komumst í úrslitakeppni átta bestu liða landsins,“ bætir Bjarki við sem hvetur stuðningsmenn og aðra Fjósamenn að fylkja sér á bakvið liðið og láta heyra í sér í stúkunni. „Stefnan er sett á úrslitakeppnina. Þar eigum við heima.“

 

Sverðin brýnd

Pálmi Þór Sævarsson sagði við Skessuhorn í morgun að engan bilbug væri að finna á liðinu þrátt fyrir atburðarás síðustu daga og væru menn staðráðnir í því að þjappa sér saman og gera betur. „Tímabilið hefur hingað til ekki gengið að óskum miðað við það sem menn stefndu að í upphafi. Enn er þó nóg eftir af því og eru liðið staðráðið í að nota atburði síðustu daga til að brýna sverðin og gera betur. Nú er allir – stjórn, þjálfarateymi og leikmenn – á sömu blaðsíðu og tilbúnir til að leggja hart að sér til að ná betri árangri,“ sagði Pálmi Þór.

 

Skallagrímsmenn verma nú 9-11. sæti Dominos deildarinnar með 4 stig að loknum níu leikjum. Liðið á tvo leiki eftir fram að jólum en um áramót er leiktímabilið hálfnað. Næsti leikur liðsins er gegn Haukum annað kvöld í Hafnarfirði en síðasti leikur fyrir jól gegn Grindvíkingum í Borgarnesi á sunnudaginn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is