Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. desember. 2013 10:01

„Svona eru jólin“ frumsýnt í Bíóhöllina um helgina

Nýtt jólaleikrit fyrir alla fjölskylduna verður frumsýnt í Bíóhöllinni á Akranesi sunnudaginn 15. desember næstkomandi. Leikritið nefnist „Svona eru jólin“ og er eftir Skagamanninn Samúel Þorsteinsson. Samúel fer einnig með eitt af þremur aðalhlutverkum í verkinu en ásamt honum leika þeir Gunnar Sturla Hervarsson og Elinbergur Sveinsson. Allir starfa þeir við grunnskólana í bænum og hafa komið að uppsetningu leikverka sem nemendur skólanna hafa sett á svið á liðnum árum. Tónlist skipar stóran sess í verkinu og er öll frumsamin tónlist eftir Gunnar Sturlu. Ónefnd hljómsveit Gunnars og Samúels sér síðan um tónlistarflutning. Ingþór Bergmann Þórhallsson sér um leikmyndasmíði, lýsingahönnun og önnur tæknimál í sýningunni auk þess sem hann leikur eitt aukahlutverk.

 

 

 

Bjarga jólahaldinu

Þremenningarnir sögðu í samtali við Skessuhorn að Svona eru jólin væri jólasaga fyrir alla fjölskylduna. Sagan segir frá bræðrunum hressu Kalla og Nonna sem fá það ærna verkefni að bjarga jólunum eftir að óvæntir atburðir koma upp í fjölskyldunni. Þeir leggja upp í krefjandi leiðangur til að bjarga jólahaldinu og lenda í ýmsum ævintýrum auk þess sem skemmtilegar og litríkar persónur verða á vegi þeirra. „Þetta er í senn saga af gleði og áföllum en um leið hvernig hægt er að bjarga hlutunum með einlægum vilja,“ segja þeir og bæta við að leikritið sé einnig þátttökusýning þar sem áhorfendur leika sitt hlutverk.

 

Undirbúningur verksins hefur staðið yfir síðan í sumar en þremenningarnir hafa æft af kappi síðustu vikur. „Nú hvetjum við alla til að leggja leið sína í Bíóhöllina og sjá skemmtilegt og hreinræktað leikrit úr smiðju heimamanna. Upplagt er að gera leikferð í höllina hluta af jólahaldi fjölskyldunnar og upplifa ævintýrin með Kalla og Nonna og félögum í leikritinu,“ segja þeir að lokum. Miðasala á leikritið er hafin og eru miðar seldir í Eymundsson á Akranesi og í Bíóhöllinni. Stefnt er að því að sýningar fari fram bæði fyrir jól og milli jóla og nýárs.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is