Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. desember. 2013 03:01

Söfnuðu til styrktar börnum í Malaví

Síðastliðinn mánudag var hinn svokallaði Malaví markaður haldinn í Grundaskóla á Akranesi. Þar var hægt að versla ýmsar vörur sem nemendur skólans hafa unnið undir leiðsögn kennara síðastliðnar vikur. Fjölmargir litu við í Grundaskóla og styrktu málefnið. Vörurnar á markaðnum seldust vel og var lítið eftir þegar markaðinum lauk.

Öll innkoma af markaðnum rennur óskipt í söfnun fyrir hjálparstarf Rauða krossins í Malaví. Framlög frá Grundaskóla hafa fram til þessa farið í að styrkja fátækustu börnin í Chiradzulu og Mwanza. Mörg þeirra eru munaðarlaus vegna alnæmis og hafa þau verið styrkt til náms og lagt til umönnunar þeirra. Skólagjöld þeirra eru greidd, skólabúningar og skólavörur keyptar auk þess sem þau fá félagslegan stuðning frá sjálfboðaliðum Rauða krossins í þorpunum. Eins hefur verið haldið úti nokkurs konar leikskólum þar sem yngstu börnin koma yfir daginn til að foreldrar eða forráðamenn þeirra komist til vinnu. Grundaskóli hefur styrkt börn í Malaví með þessum hætti frá árinu 2007. Nemendur og starfsmenn Grundaskóla hafa styrkt 1400 börn til náms í Malaví en alls hafa safnast 1.464.180 krónur fram til þessa og er ekki innifalið í þeirri fjárhæð það sem safnast hefur á þessu ári.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is