Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. desember. 2013 08:01

Jólasveinar einn og átta í baðstofu í Görðum

Í Safnaskálanum í Görðum á Akranesi hefur verið sett upp sýningin „Jólasveinar einn og átta“ í tilefni aðventunnar. Þar er gestum boðið til baðstofu sem sett hefur verið upp inni í Safnaskálanum. Þar má finna skýringar og ástæður fyrir nöfnum flestra íslensku jólasveinanna. Anna Leif Elídóttir, verkefnastjóri hjá Akraneskaupstað, tekur á móti hópum klædd í peysuföt. „Hingað til hafa aðallega komið skólahópar. Í þessari viku hafa rúmlega tvöhundruð börn komið, úr leik- og grunnskólum hér í nærumhverfinu,“ segir hún.

 

 

 

Anna Leif tekur á móti hópunum og segir frá jólunum í gamla daga. „Börnin fá að setjast í rúmstæðin og láta fara vel um sig. Ég segi frá jólasveinunum og tengi nöfnin þeirra við sýninguna. Við erum til dæmis með þvöru hérna og ég sýni þeim hana og segi frá því að Þvörusleikir sleikti hana. Einnig erum við með tvíreykt hangilæri sem Ketkrókur hefur reynt að stela. Við segjum einnig frá baðstofulífinu og sýnum hversu þröngt fólk þurfti að sofa,“ útskýrir Anna Leif. Börnin fá einnig að skoða gamla muni. Í baðstofunni má meðal annars finna ask, snældu, strokk, kola undir kerti og gömul leikföng, eins og legg og skel. „Við sýnum að eldað var við opinn eld á hlóðum. Svo fá þeir sem vilja og smakka tvíreykt hangilæri og fá mandarínu. Ég segi eldri hópunum sögu um fólkið í húsinu. Það fær tækifæri til að tengja gamla tímann við reynsluheim sem þau skilja.“ Sýningin verður með leiðsögn fram að jólum en baðstofan verður áfram í Safnaskálanum fram á Þorra. Þá verður boðið upp á leiðsögn í baðstofunni sem tengist Þorranum. Frítt er inn á sýninguna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is