Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. desember. 2013 03:01

Femínistafélag stofnað á Bifröst

Nemendur við Háskólann á Bifröst stofnuðu á dögunum femínistafélag sem ætlað er að stuðla að auknu jafnrétti innan skólans og samfélagins. Félagið heitir “Femínistafélag Bifrastar” og er stjórn þess skipuð eftirfarandi einstaklingum: Gauti Skúlason er formaður, Stella Sif Jónsdóttir varaformaður, Ása María Guðmundsdóttir gjaldkeri, Jón Steinar Guðmundsson og Þórdís Halla Guðmundsdóttir meðstjórnendur. Aðspurður um markmið félagsins sagði Gauta Skúlason formaður félagsins þetta: “Markmið félagsins er að auka jafnrétti og bæta þekkingu Bifrestinga á feminisma með því að halda málfundi og pallborðsumræður um hin ýmsu mál er fjalla um jafnrétti kynjanna.” Félagið hefur stofnað hóp á Facebook undir heitinu Femínistafélag Bifrastar og býður það alla velkomna að gerast aðilar að hópnum og fylgjast þannig með starfi þess og einnig til þess að hafa áhrif innan þess. En fram kemur að félagið er almennt og óháð félag sem starfar á lýðræðislegum grunni með það að leiðarljósi að allir félagar hafi jafnan rétt til áhrifa.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is