Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. desember. 2013 01:28

Sjálfstæðisfélögin í Borgarfirði senda Illuga tóninn

Félagsundur  Sjálfstæðisfélaganna í Borgarfjarðar-  og Mýrasýslu sem haldinn var í Borgarnesi 12. desember síðastliðinn samþykkti ályktun þar sem mótmælt er harðlega þeim áformum flokksfélaga þeirra, Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra, að leggja niður Landbúnaðarháskóla Íslands að Hvanneyri. „Nýlegar skýrslur sýna að hvorki eru fagleg eða fjárhagsleg rök fyrir sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri við Háskóla Íslands. Þvert á móti er fagleg staða Landbúnaðarháskóla Íslands  góð,“ segir í ályktun sjálfstæðismanna í Borgarbyggð.

 

 

Þá segir í ályktun félaganna: „Í haust var birt niðurstaða gæðaúttektar á starfi Landbúnaðarháskóla Íslands. Úttektin er unnin á vegum gæðaráðs íslenskra háskóla af erlendum sérfræðingum. Niðurstaða úttektarinnar er sú að trausti er lýst á skólastarfinu og gæðum þeirrar kennslu og þjónustu sem hann veitir. Þá liggur fyrir kostnaðargreining á að sameining við HÍ mun leiða til aukinna útgjalda fyrir menntakerfið. Fundurinn mótmælir því þessari fjandsamlegu yfirtöku ráðherra og Háskóla Ísland á landbúnaðarnámi á háskólastigi og telur hana vera aðför að héraðinu. Við skorum á forystu Sjálfstæðisflokksins að hlusta á aðvörunaorð þingmanna okkar í kjördæminu, sveitarstjórnarfólks í Borgarbyggð og almennra flokksfélaga í þessu alvarlega máli. Þingmenn okkar sjálfstæðismanna í kjördæminu hafa talað einum rómi í þessu máli. Fundurinn bendir á að Haraldur Benediktsson er fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands og gjörþekkir málefni Landbúnaðarháskóla Íslands. Bændasamtökin, undir forystu Haraldar, studdu sameininguna sem varð 2005 og sat Haraldur í 8 ár í háskólaráði Landbúnaðaháskóla Íslands. Það að taka ekkert tillit til hans sjónamiða og Einars Kristins Guðfinnssonar, fyrrverandi  Landbúnaðarráðherra og oddvita okkar í NV -kjördæmi, eru fráleit skilaboð Sjálfstæðisflokksins til hinna dreifðu byggða í kjördæminu. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri er ein af mikilvægustu stoðum í samfélaginu í Borgarbyggð og Vesturlandi öllu. Sporin hræða og mikil óvissa er um framtíðarstarfsemi á Hvanneyri ef þessi ráðagerð gengur eftir. Við krefjumst þess að formaður Sjálfstæðisflokksins og þingmenn flokksins snúi bökum saman gegn áformum menntamálaráðherra og standi vörð um sjálfstæði Landbúnaðarháskóla Íslands að Hvanneyri. Það getur ekki samrýmst grunngildum í stefnu Sjálfstæðisflokksins að auka miðstýringu í menntakerfinu að óþörfu með þessum hætti. Það er hörð andstaða meðal flokksmanna í Borgarbyggð við þessa ráðagerð og mikil óánægja með framgöngu mennta- og menningarmálaráðherra á fjölmennum íbúafundi sem haldinn var í Borgarnesi fyrir skömmu,“ segir að lokum í ályktun sjálfstæðisfélanna í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is