Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. desember. 2013 09:01

Hlutu viðurkenningar úr Menningarsjóðnum Fegurri byggðir

Fimmtudaginn 12. desember kom stjórn Menningarsjóðsins Fegurri byggðir saman til fundar á Hótel Hellissandi. Sjóður þessi varð til þegar Landsbankinn yfirtók eignir og starfsemi Sparisjóðs Hellissands. Þá var varasjóði sparisjóðsins ráðstafað til stofnunar sjóðsins. Markmið menningarsjóðsins er að veita styrki til framfara- og menningarmála á því svæði sem áður var Neshreppur utan Ennis. Fyrsta verkefni hans var að kosta og koma upp listaverkinu Skipinu eftir Jón Gunnar Árnason við Klettsbúð á Hellissandi vestan við bæjarskrifstofuhús Snæfellsbæjar. Til þess verkefnis fór meginhluti þeirra peninga sem sjóðurinn réði yfir. Stjórn sjóðsins hefur valið þá leið að veita viðurkenningu fyrir mikilsverð störf unnin í þágu samfélagsins.

Slíkar viðurkenningar hafa verið veittar tvö undanfarin ár.  Fyrrnefndur fundur var svo haldinn til að veita viðurkenningar í þriðja skiptið. Auk þeirra sem heiðra skildi voru boðnir til fundarins fyrri viðurkenningarhafar. Boðið var upp á góðar veitingar og þeirra notið og jafnframt spjallað um stöðu menningarsjóðsins Fegurri byggðir, hvernig mætti efla sjóðinn og styrkja. Minningarkort sjóðsins eru til afgreiðslu í Landsbankanum í Ólafsvík.

 

Að loknu góðu spjalli afhenti Þórhalla Baldursdóttir formaður stjórnar Menningarsjóðsins Fegurri byggðir, þeim Kay Wiggs og Ómari Lúðvíkssyni viðukenningarskjal: Kay fyrir áratuga starf við tónlistarkennslu og kórstjórn og Ómari fyrir stuðning við þá starfsemi með þökk fyrir óeigingjarnt starf í þágu samfélagsin. Þá afhenti Þórhalla einnig Reyni Ingibjartssyni viðurkenningarskjal fyrir áhuga hans á góðri kynningu og gerð og útgáfu landa- og göngukorta af Snæfellsnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is