Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. desember. 2013 10:42

Góð frammistaða ungra Skagamanna gegn FH

Skagamenn léku sl. laugardag æfingaleik gegn FH í Akraneshöllinni. Lokatölur urðu 1:2 gestunum í vil. Gunnlaugur Jónsson þjálfari tefldi fram ungu liði í leiknum líkt og gegn Fram fyrir skömmu og eru meiðsli í leikmannahópnum þar helsta ástæðan. FH-ingar náðu forystunni um miðjan fyrri hálfleik með marki Atla Guðnasonar af stuttu færi. Næst því að jafna í fyrri hálfleik komust Skagamenn þegar Hallur Flosason átti skot í þverslá. Staðan því 0:1 í hálfleik. Í síðari hálfleik voru FH-ingar meira með boltann en Skagamenn vörðust vel. Þeir gátu þó ekki komið í veg fyrir annað mark FH-inga sem Aron Lloyd Green skoraði. Undir lokin náðu Skagamenn góðri pressu á FH-inga og minnkaði Þórður Þ. Þórðarson muninn tveimur mínútum fyrir leikslok. Meðal leikmanna í ÍA liðinu var ungur framherji frá Húsavík, Arnþór Hermannsson, sem hefur verið til reynslu á Akranesi að undanförnu. Gunnlaugur þjálfari segist vera nokkuð ánægður með frammistöðu ungs liðs gegn sterku liði Hafnfirðinga. Einkum hvernig ÍA liðið óx eftir því sem á leikinn leið og stóðst vel pressuna frá gestunum.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is