Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. desember. 2013 11:19

Aukin spurn eftir athafnasvæðum á Grundartanga

Síðustu vikurnar hefur þeim farið fjölgandi fyrirtækjunum sem hafa áhuga á athafnasvæðum á Grundartanga. Frá haustinu hafa bæst við tvö fyrirtæki sem óska eftir lóð til starfsemi á Grundartanga, að sögn Gísla Gíslasonar hafnarstjóra Faxaflóahafna. Það er fyrirtæki sem framleiðir sólarkísil en áður hafði dótturfyrirtæki Elkem sýnt þeirri framleiðslu áhuga. Þá hafa forsvarsmenn fyrirtækis sem hyggja á framleiðslu álvíra sett sig í samband, að sögn Gísla. Þessa dagana er verið að skipa upp stálþili vegna stækkunar hafnarinnar á næsta ári og lengingu viðlegukants um 120 metra.

 

 

 

Fyrr á árinu voru það félög og fyrirtæki sem sýndu m.a. áhuga á framleiðslu eldsneytis úr timbri og trjákurli og framleiðslu lífdísils sem óskuðu eftir afhafnasvæði. Gísli segir að vegna áhuga fyrirtækja á athafnarými á Grundartanga séu Faxaflóahafnir í samningaviðræðum um stækkun athafna- og iðnaðarsvæðisins í Katastaðalandi sem eru í eigu Faxaflóahafna. Hann segir að þau verkefni sem áhugaverð eru í þessu sambandi séu öll þess eðlis að um þau gætu orðið í góðri sátt út frá umhverfissjónarmiðum. Gísli segir fyrirspurnir frá mörgum aðilum um athafnasvæði á Grundartanga sýni að ýmsir horfi hýru augu á Tangann sem ákjósanlegan stað fyrir hafnsækna starfsemi. „Við verðum að taka mið af þessu þó ljóst sé að ekki verða allar hugmyndir af veruleika,“ segir Gísli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is