Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. desember. 2013 12:48

Hangikjöt hreint og beint frá býli

Um síðustu helgi var haldinn í Hörpunni jólamatarmarkaður Búrsins. Þar komu saman um fimmtíu frumframleiðendur víða af landinu. Þeirra á meðal var Halla Steinólfsdóttir, sauðfjárbóndi í Ytri Fagradal í Dölum. Halla selur lífrænt ræktað lambakjöt og elur lömbin m.a. á hvönn. Á markaðinum bauð Halla gestum og gangandi að smakka nýtt, lífrænt hangikjöt sem var sjósaltað. Bændurnir í Ytri Fagradal útbjuggu hangikjötið ásamt Saltverki Reykjaness og SAH afurðum á Blönduósi. Um var að ræða lífrænt lambakjöt úr Fagradalnum en Saltverk eimaði sjó úr Djúpinu í mátulegan pækil fyrir kjötið. Að endingu var það taðreykti hjá SAH kjötvinnslunni. Hangikjötið var því bæði hreint og lífrænt því engin litarefni eða rotvarnarefni voru í kjötinu önnur en saltið frá Saltverki.

 

 

 

Halla í Fagradal þurfti þó að hafa aðeins fyrir því að sannfæra kjötiðnaðarmanninn þegar hún mætti með pækilinn og frábað sér öll önnur aukaefni fyrir kjötið. Viðhorfið breyttist þegar kjötiðnaðarmaðurinn hafði smakkað kjötið. „Þetta var svona tilraun sem við stukkum á. Við fórum bara af stað með þetta fyrir markaðinn. Það var ekki hægt að bjóða góða kjötinu mínu hvað sem er en ég treysti þessum aðilum alveg fullkomlega fyrir því,“ sagði Halla í samtali við Skessuhorn. Tilraunin heppnaðist vel og rauk kjötið út á markaðinum. „Ég ætlaði nú að eiga smá til að taka með mér heim og smakka en það kláraðist allt. Við vinnum vel saman og munum fylgja þessu eftir með áframhaldandi framleiðslu. Við náum því miður ekki að vera með fyrir jólin að svo stöddu en við höldum áfram með þetta síðar. Það eru þorrablót framundan og saltkjötið á sprengidaginn og þá kemur alveg til greina að gera eitthvað svipað ef áhugi er fyrir því. Svo koma auðvitað önnur jól að ári,“ sagði Halla að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is