Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. desember. 2013 01:50

Heimsfrægur náttúrulífsljósmyndari í Grundarfirði - Myndband

Bandaríski ljósmyndarinn Amos Nachoum er nú staddur við tökur í Grundarfirði. Hann er margverðlaunaður fyrir ljósmyndir sýnir af náttúru og dýralífi. Erindi Nachoum til Grundarfjarðar er meðal annars að mynda hárhyrninga í firðinum. Með Amos Nachoum í för er Patrick Dykstra sem sem rekur fyrirtækið Picture Adventure Expeditions.

 

Með því að smella hér má sjá heimasíðu Amos Nachoum (http://www.amosphotography.com/) þar sem sjón er sögu ríkari.

 

Bæði Nachoum og Dykstra eru einnig í Grundarfirði til að kanna aðstæður til köfunar með háhyrningum með það fyrir augum að bjóða upp á ferðir með ljósmyndara og ævintýraþyrsta ferðalanga til slíkrar iðju. Patrick Dykstra mun þegar vera að skipuleggja slíka ferð. Hann hyggst koma aftur hingað til lands eftir áramót og dvelja þá hér frá 1. mars næstkomandi til 14. mars. Hugmyndin er að hann fari með lítinn hóp af ferðamönnum í ævintýraferðir um Ísland.  Á dagskránni yrði þá að kafa í Silfru, skoða íshella í Vatnajökli og kafa með háhyrningum í Grundarfirði svo eitthvað sé nefnt.

 

Bæði Nachoum og Dykstra hafa reynslu af því að kafa með háhyrningum og þeir segja að þessir hvalir séu meinlausir, enda borði þeir einungis síld og aðra fiska.

 

Áhugasamir geta leitað sér upplýsinga á vefsíðunni www.pictureadventure.com. Íslendingum er frjálst að koma með í ferðirnar vilji þeir það.

  

Hér fyrir neðan er svo myndband af því er Patrick Dykstra synti með háhyrningum í Grundarfirði fyrr í dag. Það er Björgunarsveitin Klakkur í Grundarfirði sem hefur tekið að sér að ferja þá félaga um hvalaslóðir.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is