Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. desember. 2013 03:01

Draumurinn úti þetta árið hjá Valdísi

Hlutirnir hafa ekki verið að ganga upp hjá Valdísi Þóru Jónsdóttur á seinna úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina í golfi í borginni Marrakech í Marokkó, en sem kunnugt er var hún í 18. sæti á fyrra mótinu í Rabat fyrir rúmri viku. Valdís Þóra sagði í samtali við vefmiðilinn kylfing.is á mánudag að staðan væri frekar augljós að draumurinn yrði ekki að veruleika þetta árið. Mótið byrjaði sl. laugardag. Hún var samtals 22 höggum yfir pari fyrir lokahringinn, í dag á fjórða degi mótsins. Valdís lék fyrsta hringinn á laugardag á 74 höggum eða +2, en hringirnir á sunnudag og mánudag voru báðir jafn slakir hjá Valdísi, 82 högg. Ljóst er með þessari útkomu að Valdís átti ekki möguleika að verða meðal þeirra 60 fyrstu eftir fjórða hringinn sem var ólokið þegar þetta var skrifað á þriðjudag. Valdís Þóra segist hafa misst einbeitingu sem orsökuðu að hún fékk dæmt á sig víti og einnig hafi púttin verið vandamál. Í samtalinu á kylfing.is segist Valdís Þóra tilbúin með plan b, það er að komast inn á LET Access mótin sem er næsta deild fyrir neðan Evrópumótaröðina sjálfa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is