Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. desember. 2013 11:00

Ásdís Valdimarsdóttir þakkar lífshamingjuna börnunum sínum

Stundum hefur verið sagt um þá sem hafa gengið í gegnum ýmsa erfiðleika í lífinu, ekki síst heilsufarslega, að þeir hafi níu líf. Það má sjálfsagt alveg heimfæra á Ásdísi Valdimarsdóttir í Grundarfirði. Hún hefur í þrígang greinst með krabbamein. Sýnu erfiðast var það þegar hún glímdi við sjúkdóminn í fimm ár þegar flest börnin voru ung. En Ásdís stendur enn vel uppi, lífsglöð manneskja og að sjá heilsugóð.

 

Hún tók á móti blaðamanni Skessuhorns með nýbökuðum rjómavöfflum og kaffi þegar hann heimsótti hana í síðustu viku. Ásdís segist þakka sína lífshamingju börnunum sínum sem hafi staðið eins og klettur við bakið á sér. Alltaf séu þau að taka upp á einhverju skemmtilegu og mörg ánægjuleg jólin hafi hún átt með þeim. Ásdís fluttist einmitt til Grundarfjarðar rétt fyrir jólin 1957.

 

„Við fórum með Baldri frá Reykjavík og það var svo dimmt og kalt að húsin í bænum sáust varla á milli éljanna. Mér var hugsað til þess að vonandi væri þetta ekki fyrirboði þeirra ára sem ég ætti framundan í þessum bæ,“ segir Ásdís þegar hún rifjar upp fyrstu minningabrotin frá því þegar hún kom til Grundarfjarðar. Hún átti eftir að flytjast þaðan eftir skilnað við eiginmanninn Þorvarð Lárusson en flutti svo aftur á Grundarfjörð. Það var einmitt fyrir tilstuðlan barnanna sem vildu fá hana til baka. 

 

Sjá nánar viðtal við Ásdísi Valdimarsdóttur í jólablaði Skessuhorns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is