Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. desember. 2013 11:35

Hætt verður að senda íbúum á Höfða bækur

„Í dag fer bókavörður í síðasta sinn á Dvalarheimilið Höfða, með bækur til heimilsfólks. Bókasafnsþjónusta hefur verið óslitið frá því Höfði tók til starfa. Nú hefur þjónustunni verið sagt upp, í sparnaðarskyni og tekur uppsögnin gildi um áramótin,“ segir í frétt á heimasíðu Bókasafns Akraness. Þetta gerist þar sem Dvalarheimilið Höfði hefur sagt upp þjónustusamningi sínum við Bókasafn Akraness.

 

Þá segir að heimilisfólk á Höfða geti óskað eftir þjónustunni „Bókin heim“ og munu nokkrir heimilsmenn færast í þá þjónustu. En bókaverðir munu ekki lengur heimsækja heimilsfólk og kynna bækur. „Í upphafi sáu sjúkravinir Rauða krossins um þjónustuna, með stuðningi Bókasafns Akraness. Smám saman færðist þjónustan alfarið til bókasafnsins og síðustu árin í formi þjónustusamnings. Bókasafnið þakkar starfsfólki Höfða fyrir ánægjulegt samstarf í gegnum tíðina og þeirra þátt í að gera bókasafnsþjónustuna eins vinsæla og hún hefur verið,“ segir í frétt Bókasafns Akraness.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is