Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. desember. 2013 02:00

Hjón með mörg járn í eldinum

Óhætt er að segja að hjónin Guðmundur Sigurðsson og Jónína Björg Magnúsdóttir á Akranesi hafi haft mörg járn í eldinum undanfarin ár og áratugi. Gummi og Nína, eins og þau eru gjarnan kölluð, hafa um árabil komið víða við í íþrótta- og menningarmálum á Akranesi og víðar.

 

Hjónin eru frumkvöðlar í uppbyggingu aðstöðu til keiluiðkunar á Akranesi sem hefur leitt til þess að keiluspilarar á Akranesi eru nú í fremstu röð á landsvísu. Þá er Gummi mikill hagleiks- og hugsjónarmaður og fékk menningarverðlaun Akraness 2013. Hann er einna helst þekktur fyrir að vera öflugur eldsmiður og hefur verið talsmaður þess félagsskapar á Íslandi og á Norðurlöndum og er Safnasvæðið í Görðum miðstöð félagssamtaka íslenskra eldsmiða í dag.

 

Guðmundur er einnig mikill hagleiksmaður. Við listsköpun er hann jafnvígur á tré, járn, bein og stein, en hann er auk þess lunkinn við að hlaða veggi. Guðmundur er húsa- og hljóðfærasmiður að mennt og spilar á fjölda hljóðfæra, svo sem bassa og harmonikku. Nína er einnig mikil tónlistarkona en hún bæði spilar á hljóðfæri og syngur.

 

Blaðamaður Skessuhorns tók þessi duglegu hjón tali á dögunum og árangurinn má lesa í jólablaðinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is