Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. desember. 2013 07:00

Gunnar Örn Guðmundsson dýralæknir skautar yfir lífshlaupið og 35 ár í Borgarfirði

Á haustdögum síðustu voru 35 ár liðin frá því Gunnar Örn Guðmundsson dýralæknir og kona hans Elísabet Haraldsdóttir fluttu á Hvanneyri og hafa búið þar síðan. Bróðurpartinn af þeim tíma hefur hann starfað við dýralækningar í Borgarfirði og hefur því góða yfirsýn á samfélagið.

 

Þegar Gunnar Örn er spurður hvort ræturnar séu orðnar það sterkar í Borgarfirðinum að hann teljist Borgfirðingur, segist hann kíminn á svip vera meiri Borgfirðingur en margur annar. Hann fæddist og ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík, er glerharður KR-ingur eins og forfeðurnir og var stimplaður kommakrakki á uppvaxtarárunum (Faðir Gunnars var Guðmundur J. Guðmundsson - Gvendur Jaki).

 

Fimm ára gamall var hann sendur í sveit vestur á Snæfellsnes og á níu sumrum þar fékk hann brennandi áhuga á landbúnaði. Gunnar Örn og kona hans Elísabet kynntust ýmsu skemmtilegu á námsárum sínum í Vín í Austurríki og þegar þau bjuggu í Bæjaralandi í hálft annað ár, en hafa líka átt viðburðarrík ár á Hvanneyri.

 

Gunnar Örn kynntist nýrri hlið bændastéttarinnar, ef svo má segja, eftir að hann kom til starfa í Borgarfirðinum. Það var því um ýmislegt að spjalla þegar blaðamaður Skessuhorns tók hús af Gunnari Erni á Hvanneyri á dögunum.

 

Árangurinn af því má sjá í skemmtilegu viðtali í jólablaðinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is