Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. desember. 2013 07:00

Bílahönnuðurinn varð tannlæknir

Í lífinu setur fólk stefnuna á ýmislegt og er tilbúið að leggja á sig ýmsar krókaleiðir til að ná settu marki, svo sem í námi. En svo getur það líka sannast sem maðurinn sagði að „enginn veit fyrr en allt í einu“. Það er að viðkomandi fái hreinlega vitrun um að það sé kannski allt annað viðfangsefni eða starf sem henti frekar en það sem hann hefur látið sér dreyma um eða stefnt að.

 

Ómar Líndal Marteinsson frá Vestri-Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit er kannski ágætt dæmi um þetta. Hann stefndi að því lengi að verða bílahönnuður og prófaði meira að segja að dvelja í Bandaríkjunum um tíma til að sjá hvernig væri að búa þar, með starf og búsetu þar ytra í huga.

 

Ómar fór lengi vel krókaleiðir í því að menntast sem bílahönnuður. En svo allt í einu rann það upp fyrir honum, eða hann varð fyrir vitrun, um að tannlækningar væru það sem eiginleikar hans sameinuðust í. Reyndar kom það svo upp úr kafinu eftir á að nágranni og fjölskylduvinur þeirra á V-Leirárgörðum, Vilborg Kristófersdóttir á Læk í Hvalfjarðarsveit, segist muna það vel að Ómar hafi ekki verið nema fimm ára gamall þegar hann fór að tala um að hann ætlaði að verða tannlæknir þegar hann yrði stór.

 

Sjá nánar í viðtali við Ómar í jólablaði Skessuhorns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is