Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. desember. 2013 09:01

Byr er í seglum Landnámssetursins

„Það er góður gangur í Landnámssetrinu og hefur starfsemin vaxið og dafnað vel að okkar mati,“ segja frumkvöðlarnir Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir (Sirrý), stofnendur Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi. Í vor verða átta ár síðan Landnámssetrið var opnað og hefur staðurinn skapað sér sess á starfstíma sínum sem einn helsti áfangastaður ferðamanna í landshlutanum.

 

Kjartan og Sirrý segja töluverðar breytingar hafa átt sér stað á þessum tíma í ferðaþjónustunni á Íslandi. Allra mest í mikilli fjölgun erlendra ferðamanna til landsins og hafa breytingarnar gefið góðan byr í seglin í rekstri Landnámssetursins. Viðhorfsbreyting gagnvart atvinnugreininni er einnig að eiga sér stað hægt og bítandi til hins betra að þeirra dómi, þó að á ýmsum sviðum verðskuldi ferðaþjónustan meiri viðurkenningu.

 

Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Kjartani og Sirrý og ræddi við þau um undanfarin ár í Landnámssetrinu og vettvang ferðaþjónustunnar sem hefur verið leiksvið þeirra hjóna síðasta áratuginn. Lesa má viðtalið við þau í jólablaðinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is