Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. desember. 2013 11:00

Búddisminn hjálpaði honum að vinna bug á þunglyndinu

Erling Antonsson sálfræðiráðgjafi frá Bakka á Akranesi, fæddist árið 1965 á Akranesi og ólst þar upp hjá afa sínum og ömmu. Hann rak um tíma fyrsta og eina útimarkaðinn á Akranesi en sá stóð við Akratorg. Þar var boðið upp á ferskt grænmeti og ávexti. Fyrir 21 ári flutti hann frá Íslandi til að leggja stund á sálfræðinám við bandarískan háskóla. Síðan hefur ýmislegt drifið á daga hans.

 

Erling hefur glímt við þunglyndi en fundið lækningu við því með því að leggja stund á andleg málefni og búddisma. Í dag er hann staddur í Japan þaðan sem viðtalið við hann er tekið. Erling starfar sem sálfræðiráðgjafi við herstöðvar Bandaríkjanna víða um heim. Hann er mjög ánægður með lífið. Í sumar ætlar hann að heimsækja gamla landið, Ísland.  Síðan munu leiðir hans liggja á aðrar slóðir í heiminum, til Ítalíu, Þýskalands, Tyrklands eða Bandaríkjanna.

 

Þegar við heyrum í Erling er hann staddur á hótelherbergi sínu í Misawa í Japan. Hann er kominn langa vegu frá fjöruborðinu við Lambhúsasund á Akranesi þar sem hann sleit barnsskónum.

 

Ítarlegt viðtal er við Erling í jólablaði Skessuhorns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is