Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. desember. 2013 12:01

Fór viðþolslaus suður til að sjá síðustu skákirnar í einvígi aldarinnar

Stundum virðast forlögin og hendingar ráða því hvar fólk setur sig niður til framtíðar búsetu. Þannig virðist það hafa verið með Jón Trausta Markússon rafvirkja í Búðardal. Jón ætlaði ekki að fara í rafvirkjun en atvikin höguðu því þannig að hann valdi þá námsgrein frekar en aðra sem var í sigtinu. Frá þeim tíma hefur Jón nánast unnið eingöngu að rafvirkjun á sínu heimasvæði.

 

Jón Trausti hefur starfað af áhuga að sinni iðn alla tíð og á að auki nokkur áhugamál, eða „dellur“ eins og hann kallar. Meðal annars er hann forfallinn skákáhugamaður. Sérstaklega eru í uppáhaldi hjá honum undrabörnin í skákinni. Hann dýrkaði Fischer og fór í júlí 2008 til að votta honum virðingu í Laugardælakirkjugarði í Flóa þar sem skákmeistarinn fékk hinstu hvílu. Sem lítið dæmi um það þegar dellan yfirtekur tímaskynið var daginn sem norska undrabarnið Magnus Carlsen háði úrslitaskákina við þá ríkjandi heimsmeistara, Anand og hafði hann undir. Þá hafði Jón ætlað í níræðisafmæli til Reykjavíkur en komst ekki af stað fyrr en seint og um síðir þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar betri helmingsins um að tíminn stæði ekki í stað.

 

„Ég festist gjörsamlega yfir skákinni og upplifði nú í annað sinn 13. skák Fischers og Spasskys. Mér var ekki rótt undir lok skákarinnar þegar ég taldi Carlsen horfa framhjá þráskákarmöguleika sem hefði tryggt honum hálfa vinninginn sem honum dugði. En hann vildi greinilega meira og náði jafnteflinu sem hann þurfti,” segir Jón.

 

Í ágúst 1972 var hann svo viðþolslaus af spenningi þegar viðureign Fishers og Spasskys stóð yfir, einmitt í 13. skák þeirra, að hann gerði sér sérstaka ferð frá Reykhólum til Reykjavík til að fylgjast með lokaviðureignum kappanna.

 

Rætt er við Jón Trausta í jólablaði Skessuhorns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is