Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. desember. 2013 12:16

Komið til móts við barnafjölskyldur og íbúa þrátt fyrir þrönga stöðu

Þrátt fyrir þrönga fjárhagsstöðu Grundarfjarðarbæjar er leitast er við að koma til móts við þarfir íbúa eins og kostur er og þá ekki síst barnafjölskyldur. Af þeim sökum hækka hvorki dvalar- né fæðisgjöld á leikskóla á næsta ári. Afsláttur einstæðra foreldra og námsmanna hækkar úr 35% í 40% og afsláttur vegna þriðja barns fer úr 75% í 100%. Sama afsláttarregla gildir um heilsdagsskóla. Verð skólamáltíða er óbreytt, en þau gjöld voru lækkuð verulega á árinu 2013. Gjaldskrá tónlistarskóla hækkar ekki sem og vegna heimaþjónustu. Þjónusta við eldri borgara hefur verið bætt, þar sem á ný er boðið upp á heimkeyrslu á mat ásamt niðurgreiðslu á matarskömmtum. Aðrar gjaldskrár nemaverðlagshækkunum. Þetta kom fram þegar fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar var samþykkt eftir aðra umræðu á fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 17. desember sl.

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal hlutfall skulda af tekjum sveitarfélaga vera að hámarki 150% og hefur Grundarfjarðarbær lagt mikla áherslu á að vera innan lögbundins hámarks innan tíu ára eins og reglugerð kveður á um. Gert er ráð fyrir að skuldahlutfall lækki á árinu 2014 og verði um 175% í árslok (skuldir að meðtöldum lífeyrisskuldbindingum) og lækki enn frekar á næstu árum. Árið 2014 er seinna árið með 25% álag á fasteignaskatt íbúðarhúsnæðis. Fráveitugjald vegna íbúðarhúsnæðis er lækkað úr 0,15% í 0,12%, en fráveitugjald opinbers húsnæðis fer úr 0,15% í 0,20%. Sorpgjald og önnur fasteignagjöld eru óbreytt. „Í fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar vegna áranna 2014-2017 er megináhersla lögð á það líkt og hin síðari ár að lækka skuldir sveitarfélagsins, bæta lausafjárstöðu og ná jafnvægi í rekstri þess. Árið 2014 er gert ráð fyrir að greiða skuldir niður um liðlega 50 millj. kr. umfram lántökur. Þá hefur verið gengið frá samkomulagi við Arion banka vegna endurfjármögnunar gengisbundinna lána sem reyndust ólögmæt. Lausafjárstaða sveitarfélagsins hefur styrkst verulega undanfarin misseri og verður lögð áhersla á að halda traustri lausafjárstöðu,“ segir í greinargerð frá bæjarstjórn vegna samþykktar fjárhagsáætlunar. Gert er ráð fyrir að varið verði um 45 milljónum króna til fjárfestinga á næsta ári hjá Grundarfjarðarbæ sem er meira en meðaltal undanfarinna ára.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is