Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. desember. 2013 08:00

Sterkir eru þeir hnútar sem æskustöðvarnar hnýta

Hjördís Kristjánsdóttir er fædd í desember 1960. Nokkru áður það sama ár tók John F. Kennedy við embætti forseta Bandaríkjanna. Það má því segja að þau hafi verið samstíga hún og Ameríku Jón; hún að taka sín allra fyrstu skref í sveitinni vestur á Snæfellsnesi, meðan hann var að taka sín fyrstu skref sem þjóðhöfðingi.

 

Hjördís, eða Hjössa eins og hún er jafnan kölluð, er uppalin í Hrísdal í Eyja- og Miklaholtshreppi. Hún er dóttir hjónanna Maríu L. Eðvarðsdóttur og Kristjáns E. Sigurðssonar. Móðir hennar var fædd og uppalin í Þýskalandi en kom til Íslands sem Au pair og starfaði sem ráðskona í veiðihúsinu í Dal þar sem hún kynntist sveitastráknum Kristjáni frá Hrísdal. María og Kristján, sem nú eru bæði látin, eignuðust átta börn, en tvö þeirra létust ung. Þau eru því sex systkinin frá Hrísdal; Úrsula fædd ´53, Unnur ´55, Matthildur ´57, Sigurður fæddur ´58, þá Hjördís fædd ´60 og Guðrún er yngst fædd ´62. Hjördís næst yngst í fjölmennum og föngulegum hópi systkina. 

Kennedy sagði í innsetningarræðu sinni: „Spurðu ekki hvað land þitt getur gert fyrir þig, heldur hvað þú getur gert fyrir land þitt.“ Vera má að hvítvoðungur uppi á lítilli eyju í norðanverðu Atlantshafi hafi tekið þessi orð forsetans alvarlega. Kannski meðvitað en líklega þó ekki. Slíkt gerist bara. Hjördís hefur alla tíð verið nægjusöm og tilbúin að gefa af sér. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og henni finnst betra ef aðrir gera slíkt hið sama. Mottó hennar er að peningar skipti ekki máli, það eru ekki þeir sem færa hamingju inn í líf fólks. Þvert á móti geti þeir valdið fólki skaða. En fé er ekki sama og fé, því þótt hún hafi litlar áhyggjur af peningum er hún þess meira hrifin af sauðfé. Hún hefur því á síðari árum komið á marga bæi í sveitunum nærri æskustöðvunum og lagt fólki lið en um leið leitað sér félagsskapar hjá fólki sem hún getur fundið sig hjá. 

 

Í jólablaði Skessuhorns er spjallað við Hjördísi Kristjánsdóttur sem í jákvæðri merkingu þess orðs mætti kalla síðustu flökkukonuna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is