Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. desember. 2013 10:45

Skallagrímsmenn ráða til sín nýjan leikmann

Úrvalsdeildarlið Skallagríms í körfubolta hefur tryggt sér starfskrafta Bandaríkjamannsins Benjamin Curtis Smith. Benjamin kemur inn í liðið í stað samlanda síns Oscar Bellfield sem Borgnesingar leystu undan samningi fyrir jól. Benjamin leikur stöðu leikstjórnanda, hann er 176 cm á hæð og 26 ára gamall. Benjamin þekkir vel til íslenska körfuboltans en hann lék í fyrra með liði Þórs frá Þorlákshöfn og var einn aðal burðarás liðsins með 25,3 stig að meðaltali í leik og 5,2 fráköst og 5,8 stoðsendingar. Í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Skallagríms kemur fram að miklar vonir séu bundnar við Benjamin. Vonast er til að hann komi sterkur til leiks og hjálpi liðinu að rétta hlut sinn í deildinni. Von er á Benjamin til landsins eftir áramót og er gert ráð fyrir að hann verði með Skallagrími þegar liðið mætir ÍR í næsta leik 9. janúar í Borgarnesi.

Benjamin er þriðji Bandaríkjamaðurinn sem Skallagrímsmenn semja við á leiktíðinni en auk hans og Oscar Bellfield lék Mychal Green með liðinu í upphafi leiktíðar. Liðið vermir 11. sæti Dominos deildarinnar með fjögur stig og hefur lokið ellefu leikjum af 22.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is