Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. desember. 2013 11:02

Óveður í Staðarsveit og víða erfitt ferðaveður

Nú er óveður í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum í landshlutanum og éljagangur mjög víða. Hálka og stórhríð er á Holtavörðuheiði, snjóþekja og stórhríð er á Bröttubrekku.  Reikna má með stórhríð og veðurhæð um 20-25 m/s frá því um hádegi á Vestfjörðum, Ströndum, við Breiðafjörð og á utanverðu Snæfellsnesi. Þá lægir og rofar til á Norðurlandi, en hvessir aftur með samfelldri ofankomu síðdegis og þá einnig á Austurlandi. Veðurstofan hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóða í Bolungarvík, utan þéttbýlis, Hnífsdal og Ísafirði. Lokað er um Eyrarhlíð vegna snjóflóðs. Vegna snjóflóðahættu er vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður. Það er óveður á Kjalarnesi, undir Akrafjalli og við Ingólfsfjall. Það er hálka á Sandskeiði, hálka og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum. Þæfingur og óveður er á Mosfellsheiði, ófært og óveður er í Kjósarskarði, hálka eða hálkublettir eru annars víðast hvar á Suðurlandi.

 

 

 

Þungfært og stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði. Ófært um Þröskulda en opið er um Innstrandaveg og þar er snjóþekja hálka og éljagangur. Snjóþekja og snjókoma er á Hálfdán og Mikladal en snjóþekja og éljagangur á Kleifaheiði. Ófært og stórhríð er frá Brjánslæk og yfir Klettsháls. Þungfært og stórhríð í Kollafirði og þæfingur í Reykhólasveit. Snjóþekja og skafrenningur er á Gemlufallsheiði og í Súgandafirði. Snjóþekja og skafrenningur er á Flateyrarvegi og varað er við snjóflóðahættu.

Á Norðurlandi er hálka, snjóþekja og snjókoma. Þæfingur og skafrenningur er á Þverárfjalli og Siglufjarðarvegi í Hofsós. Þæfingur er með ströndinni í Dalvík, í Aðaldal og á Víkurskarði. Þæfingur er á Ólafsfjarðarmúla og varað er við snjóflóðahættu, veginum verður  lokað klukkan 22:00 í kvöld. Á Austurlandi er hálka, snjóþekja og skafrenningur en hálkublettir eru með ströndinni í Hvalnes.  Á Suðausturlandi er greiðfært frá Hvalnesi að Mýrdalssandi en hálkublettir þaðan að Steinum undir Eyjafjöllum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is