Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. desember. 2013 02:07

Akraneskaupstaður eignast Sementsverksmiðjureitinn og mannvirki

Í dag undirrituðu fulltrúar Akraneskaupstaðar, Arion banka og Sementsverksmiðjunnar ehf samninga um að bæjarfélagið eignist 5,5 ha af 7 ha athafnasvæði Sementsverksmiðjunnar, bæði mannvirki og lóðaréttindi, án endurgjalds til Sementsverksmiðjunnar.  Þar með hafa málsaðilar eytt óvissu um framtíðarforræði svæðisins. Samningaviðræður sem leiddu til samnings þessa hófust í haust að  frumkvæði Sementsverksmiðjunnar í ljósi þess að eigendur hennar og viðskiptabanki töldu gjaldþrot félagsins blasa við að óbreyttu. "Þegar verður hafist handa við að huga að skipulagsmálum reitsins og málið reifað á íbúaþingi á Akranesi 18. janúar 2014," segir í tilkynningu. Á þinginu er fyrirhugað að kynna ýmsar tillögur að nýtingu svæðisins og kalla eftir fleiri hugmyndum.

"Við bæjaryfirvöldum á Akranesi blöstu þeir kostir í stöðunni að horfa á Sementsverksmiðjuna verða gjaldþrota með tilheyrandi óvissu fyrir alla sem málið varðar eða reyna að verja hagsmuni bæjarfélagsins og íbúanna með samningnum. Það er samhljóða mat fulltrúa bæjarins og annarra, sem um málið hafa fjallað, að fyrirliggjandi samningar séu bæði fjárhagslega hagkvæmari fyrir bæjarfélagið og skynsamlegri fyrir samfélagið á Akranesi til lengri tíma litið, en að aðhafast ekkert," segir í tilkynningu frá Akraneskaupstað.

 

Sementsverksmiðjan hefur nú verið endurskipulögð fjárhagslega og í samkomulaginu er kveðið á um að hún haldi eftir hluta reitsins til starfrækslu sementsinnflutnings næstu 15 árin. Eftir það fær sveitarfélagið einnig afhentan þann hluta lóðarinnar og þau mannvirki sem þar standa, án endurgjalds. Þá mun Sementsverksmiðjan leigja nokkur rými í verksmiðjunni af Akraneskaupstað til tveggja ára. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is