Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. desember. 2013 09:01

Þjóðkirkjan afhenti söfnunarfé vegna línuhraðals

Söfnun Þjóðkirkjunnar til stuðnings kaupum á línuhraðli á Landspítalann er nú lokið. Alls söfnuðust 15.360.000 krónur. Agnes M. Sigurðardóttir biskup hitti Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans í liðinni viku og afhenti honum söfnunarféð. Í bréfi sem biskup sendi þjóðkirkjufólki sama dag þakkaði hún fyrir bænir og framlag til þessa málefnis. Hún tilkynnti jafnframt að ákveðið hefur verið að helga einn sunnudag kirkjuársins heilbrigðisþjónustunni í landinu. Það verður 19. október á næsta ári.

Jafnframt þakkar biskup framlag almennings og kirkjunnar til þessa mikilvæga málefnis. „Þið hafið sannað að hugmyndaauðgi og mannauður er mikill í kirkjunni. Fjöldi söfnunarviðburða var á dagskrá í á þriðja tug prestakalla á landinu öllu undanfarna mánuði. Ég fagna því nú um áramót að nýr Línuhraðall hefur verið tekinn í notkun á Landspítalanum. Margir komu að því verkefni og lögðu gott til málanna. Krabbameinsfélagið Framför, félagið Blái naglinn og Kvenfélagasambandið ásamt fjölda fyrirtækja, líknarfélaga og einstaklinga sem hafa stutt Landspítalann með beinum hætti,“ sagði biskup meðal annars í þakkarbréfi til almennings af þessu tilefni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is