Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. desember. 2013 01:54

Lítil saga af góðmennsku í garð smáfuglanna

Í tilkynningu hvetur Fuglavernd landsmenn til að huga að smáfuglunum sem nú þurfa orku og vatn sem aldrei fyrr. Nú er snjór og klammi víða yfir jörðu og fátt sem smáfuglarnir geta nærst á. Sem dæmi um fóður sem fólk getur fært fuglunum má nefna brauð, epli, fitu, matarafanga, sólblómafræ eða páfagaukafræ, kurlaðan maís og hveitikorn. Fita er það fóður sem hentar flestum fuglum vel í kuldum og má blanda matarolíu, tólg eða smjöri við afganga og korni. Síðan þarf vatn að vera aðgengilegt.

Að lokum er ein lítil saga af góðri konu sem látin er fyrir nokkru. Laufey Þórmundardóttir skólastjórafrú bjó síðustu æviárin ein í húsi sínu í Reykholti. Hún var ætíð góð við menn og málleysingja. Þegar vetra tók og jarðbönn torvelduðu smáfuglunum að leita sér fæðu fór Lulla gamla, eins og hún var jafnan kölluð, snemma á fætur á morgnana og bakaði bestu sort af jólakökum og færði fuglunum út í garð. Þetta gerði hún oft á veturna og naut þess að horfa á fuglana gæða sér á ilmandi kökunum.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is