Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. desember. 2013 01:18

Flöskuskeyti velktist um í fjórtán ár

Árið 1999 setti Ágústa Ýr Sveinsdóttir frá Skálanesi í Gufudalssveit flöskuskeyti í sjóinn. Ágústa var þá stödd við Húnaflóann, nánar tiltekið á Sauðá á Vatnsnesi. Hún var þá tíu ára. Tveimur árum eftir að Ágústa setti flöskuskeyti sitt í sjóinn fæddist ungur piltur sem í dag býr í Árnesi á Ströndum. Hann heitir Kári Ingvarsson og er 12 ára í dag. Nú í haust fann hann flöskuna með skeytinu í þar sem hann var að smala sauðfé. Á vef Reykhóla er sagt frá því þegar Kári opnaði flöskuna og fann í því heillegt bréf sem var þurrt og ágætlega læsilegt.

 

 

 

Bréfið var dagsett 18. september 1999 og hljóðar svo: „Hæ hæ, ég er 10 ára stelpa sem heitir Ágústa Ýr. Ég á heima á Laugarbakka og á Skálanesi og set þetta bréf í sjóinn á Sauðá heima hjá Stellu. Þegar þú finnur þetta bréf, viltu þá senda mér bréf í pósti. Viltu líka senda flöskuskeyti í sjóinn hjá þér?“ Kári varð við beiðninni, fann heimilisfang Ágústu Ýrar og sendi henni svarbréf um að hann hefði fundið flöskuskeytið hinum megin við Húnaflóann frá þeim stað þar sem það var sett út fyrir 14 árum. Ágústa hefur á þeim 14 árum sem liðin eru menntað sig í rafiðn. Hún var stödd í fríi í Nepal þegar henni bárust fregnir heiman frá Skálanesi um að flöskuskeytið hennar væri fundið. Þaðan frá Nepal sendi hún svo póstkort til Kára í Árnesi í desember. Það fór hefðbundna leið með flugpósti og var komið í hendur viðtakanda nokkrum dögum síðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is