Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. desember. 2013 02:50

Litla búðin hættir á Akranesi

Kvenfataverslunin Litla búðin, sem rekin hefur verið um árabil á Akranesi, hættir störfum á hádegi á morgun, gamlársdag. Þar með lýkur sögu verslunar sem hófst árið 1998 á tólf fermetra gólfrými við Esjubraut á Akranesi. Árið 2000 fluttu eigendur verslunarinnar, hjónin Elínborg Lárusdóttir og Birgir Snæfeld Björnsson, síðar reksturinn í fyrrum bílskúr við heimili þeirra á Vesturgötu. Fimm árum síðar opnaði verslunin í eigin húsnæði við Akratorg. Þaðan flutti hún síðastliðið haust í verslunarhúsnæði á Kirkjubraut 54 sem er þekktast fyrir að hafa hýst Bókaverslun Andrésar Níelssonar um áratugaskeið. Litla búðin hefur einnig á starfstíma sínum stundað verslunarrekstur í Grundarfirði og á Eskifirði.

 

 

 

„Það er fyrst og fremst af heilsufarsástæðum hjá mér að versluninni er lokað. Ég er með gigt og læknirinn segir að ég verði að draga úr vinnu og sinna heilsunni. Þessi ákvörðun var tekin núna 10. desember og við hófum lokaútsölu þann fimmtánda. Það er búin að vera hálfgerð Þorláksmessustemning hérna síðan,“ sagði Elínborg þar sem hún sinnir störfum í versluninni í dag. Hún hættir rekstrinum með söknuði. „Ég vildi svo gjarnan halda áfram en þetta er mikil vinna. Dagarnir hafa oft verið langir því kvöldin og helgar hafa oft farið í pappírsvinnu, að ganga frá innkaupalistum og þess háttar sem fellur utan hefðbundins afgreiðslutíma.“

 

Rekstur Litlu búðarinnar var auglýstur til sölu á liðnu hausti. Elínborg segir að enginn hafi sýnt áhuga á að taka við þannig að nú sé ekkert annað að gera en loka hinsta sinni á hádegi á morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is