Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. janúar. 2014 11:35

Þokkalegur jólatúr hjá Sturlaugi

Sturlaugur H Böðvarsson AK var eitt fárra skipa á veiðum í lok ársins. Skipið kom til hafnar aðfararnótt gamlársdags með 80 tonn af góðum fiski. Lagt var upp í túrinn á miðnætti annars í jólum en ekki var hægt að veiða fyrsta sólarhringinn vegna veðurs. ,,Það var ekki fyrr en um miðnætti sólarhring síðar að vindhraðinn fór niður fyrir 20 m/s og þá gátum við tekið fyrsta holið. Við byrjuðum í kantinum vestur af Halanum og veiddum austur eftir og á laugardeginum vorum við að veiðum á Þverálshorninu. Þorskveiðin var góð og við fengum einnig ýsu með. Síðasta holið tókum við svo út af Snæfellsjökli og fengum þá fjögur til fimm tonn af ufsa og karfa. Allt er þetta mjög góður fiskur og vel á sig kominn,“ sagði Eiríkur Jónsson í frétt á vef HB Granda. Eiríkur segir veiðarnar hafi að mestu hafa verið á Vestfjarðamiðum á þessu ári. Lætur nærri að þorskafli skipsins sé um 2.300 tonn á árinu. Það er veruleg aukning frá fyrri árum þegar mest áhersla ísfisktogaranna var lögð á veiðar á karfa og ufsa. ,,Hér áður fyrr vorum við um það bil með 800 til 1.200 tonn af þorski á ári sem nokkurs konar meðafla með karfa og ufsa,“ segir Eiríkur.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is