Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. janúar. 2014 06:45

Top Gear stjórnandi fjallar um Dauðalestina PQ17 frá Hvalfirði

Breski sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson sýnir í kvöld þátt sinn um sögu Íshafsskipalestanna sem sigldu meðal annars frá Hvalfirði á stríðsárunum. Einkum segir hann frá skipalestinni PQ17 sem lagði af stað með hergögn frá Hvalfirði áleiðis til Rússlands í júnílok 1942.

 

Jeremy Clarkson er Íslendingum að góðu kunnur sem einn af stjórnendum sjónvarpsþáttanna Top Gear sem notið hafa mikilla vinsælda. Hann er góður vinur Lindu Pétursdóttur og hefur komið til Íslands. Clarkson er mikill áhugamaður um sögu seinni heimsstyrjaldar og hefur áður framleitt þætti um hana sem hafa hlotið afar góðar móttökur.

 

Þáttur Clarksons ber heitið PQ17: Stórslys Íshafsskipalestar (PQ17: An Arctic Convoy Disaster). Hann tekur klukkustund í sýningu. Það er sjónvarpsstöðin BBC Two sem sýnir þáttinn. Hægt er að horfa á hann beint á netinu með því að smella hér. Sýning þáttarins hefst klukkan 21:00.

 

Skipalestin PQ17 varð fræg að endemum. Nokkrum dögum eftir brottför frá Hvalfirði til Norðvestur Rússlands var skipalestinni skipað að sundrast og áttu flutningaskipin að halda einskipa og varnalítil til rússneskra hafna. Herskipum sem fylgdu skipalestinni var skipað að sigla til baka í átt að Íslandi þar sem bresk flotayfirvöld óttuðust að þýsk flotaárás með bryndrekanum Tirpitz í fararbroddi væri yfirvofandi.

 

Þjóðverjar sem höfðu gert árásir á skipalestina gripu tækifærið og réðust á hjálparvana flutningaskipin með kafbátum og flugvélum. Alls var þriðjungi skipalestarinnar grandað. Af 35 flutningaskipum sem lögðu af stað frá Hvalfirði var 24 sökkt. Aðeins 11 komust á leiðarenda. Tjónið var geysilegt þar sem skipin voru þunghlaðin dýrmætum hergögnum sem Bretar og Bandaríkjamenn ætluðu að senda til Sovétríkjanna. Tæplega 160 manns fórust og margir slösuðust. Fjórir Íslendingar voru í áhöfnum flutningaskipanna og komust allir af. Skipalestin PQ17 hefur oft síðan verið kölluð Dauðalestin.

 

Þessi atburður hefur löngum verið talin ein mesta niðurlæging sem Bretar hafa orðið fyrir í sinni löngu sögu sem siglingaþjóð, því það var breski sjóherinn sem bar ábyrgð á því að verja skipalestina. Ítarlega er greint frá sögu PQ17 og skipalestanna frá Hvalfirði í bók Magnúsar Þórs Hafsteinssonar nú blaðamanns á Skessuhorni, sem kom út fyrir tveimur árum. Hún heitir Dauðinn í Dumbshafi - Íshafsskipalestirnar frá Hvalfirði og sjóhernaður í Norður-Íshafi 1940-1943.

 

Eins og fyrr sagði hefst þáttur Jeremy Clarkson klukkan 21:00 í kvöld. Þau sem ekki eru með BBC Two heima í stofu geta sem fyrr sagði séð þáttinn um þessa gæfusnauðu skipalest frá Hvalfirði með því að smella hér.

 

Með því að smella hér má einnig skoða kynningu á þættinum á vefsíðu BBC Two.

 

 

Flutningaskip bíða brottfarar í Hvalfirði sumarið 1942. Þyrill í baksýn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is